Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi.
Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi.
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna slíkar veiðar, þrátt fyrir alþjóðlegt veiðibann sem gekk í gildi þann 1. janúar í gegnum alþjóðasamning sem Ísland er aðili að.

Samkvæmt upplýsingum úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þá gerðu Íslendingar og Bretar fyrirvara við þá breytingu á flokkun tegundarinnar í verndarflokk, sem leiddi til veiðibannsins. Aukinheldur er tegundin stjörnumerkt í samningnum, sem þýðir að þrátt fyrir veiðibann þá eru veiðar heimilaðar svo framarlega sem þær eru sjálfbærar og í samræmi við alþjóðlega stjórnunar- og verndaráætlun.

Vinna við áætlunargerð að hefjast

Í ráðuneytinu er að hefjast vinna við gerð slíkrar áætlunar í samstarfi við Breta. Til að tryggja að veiðar séu áfram heimilaðar meðan á gerð áætlunarinnar stendur var gerður fyrirvari við breytinguna og með því veittur meiri sveigjanleiki.

Umræddur alþjóðasamningur, Agreement on the Conservation of African-Eurasian Migratory Waterbirds (AEWA), er ætlað að vernda afrísk-evrasíska vatnafugla sem eru farfuglar.

Á fundi AEWA síðastliðið haust lögðu fulltrúar Bretlands til að grágæsin yrði stjörnumerkt og fulltrúar Íslands studdu það ásamt Evrópusambandinu.

Skylt efni: grágæs

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...