Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi.
Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi.
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna slíkar veiðar, þrátt fyrir alþjóðlegt veiðibann sem gekk í gildi þann 1. janúar í gegnum alþjóðasamning sem Ísland er aðili að.

Samkvæmt upplýsingum úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þá gerðu Íslendingar og Bretar fyrirvara við þá breytingu á flokkun tegundarinnar í verndarflokk, sem leiddi til veiðibannsins. Aukinheldur er tegundin stjörnumerkt í samningnum, sem þýðir að þrátt fyrir veiðibann þá eru veiðar heimilaðar svo framarlega sem þær eru sjálfbærar og í samræmi við alþjóðlega stjórnunar- og verndaráætlun.

Vinna við áætlunargerð að hefjast

Í ráðuneytinu er að hefjast vinna við gerð slíkrar áætlunar í samstarfi við Breta. Til að tryggja að veiðar séu áfram heimilaðar meðan á gerð áætlunarinnar stendur var gerður fyrirvari við breytinguna og með því veittur meiri sveigjanleiki.

Umræddur alþjóðasamningur, Agreement on the Conservation of African-Eurasian Migratory Waterbirds (AEWA), er ætlað að vernda afrísk-evrasíska vatnafugla sem eru farfuglar.

Á fundi AEWA síðastliðið haust lögðu fulltrúar Bretlands til að grágæsin yrði stjörnumerkt og fulltrúar Íslands studdu það ásamt Evrópusambandinu.

Skylt efni: grágæs

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...