Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekilslaus dráttarvél
Fræðsluhornið 28. desember 2018

Ekilslaus dráttarvél

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hugmyndin um sjálfstýrandi og ekils­laus­an traktor kom fyrst fram skömmu fyrir miðja síðustu öld og því ekki ný af nálinni. Ekkert varð úr framleiðslu slíkra véla á þeim tíma enda tæknin ekki til staðar.

Hugmyndin lifði og undanfarin ár hafa orðið miklar framfarir í framleiðslu slíkra dráttar­véla.

Það getur verið þreytandi að sitja á traktor allan daginn og halda einbeitingunni við það sem verið er að gera, ekki síst þegar verkið er tilbreytingarlaust og tímafrekt. Erlendis þar sem akrar eru stórir getur tekið marga sólarhringa að plægja, sá og uppskera einn og sama akurinn vegna stærðar hans. Tækin sem eru notuð eru því gríðarlega stór og oft mörg saman í halarófu til að flýta verkinu sem mest.

Sjálfur minnist ég þess að hafa dreymt um sjálfstýrandi og ekilslausa dráttarvél þegar ég var að slá á gömlum Massey Harris Ferguson með slátturgreiðu og síðar á Zetor með PZ slátturþyrlu í sveitinni hjá afa og ömmu. Oft fannst mér verkið tímafrekt og þar sem ekki var hægt að lesa vísindaskáldsögur við sláttinn leyfði ég mér að dreyma um dráttarvélar framtíðarinnar. Dráttarvélar sem mundu slá sjálfar meðan ég sæti uppi á hól í sólinni og fílaði náttúruna.

Forritun og skynjarar

Undanfarin ár hafa orðið gríðarlegar framfarir í þróun ekillausra dráttarvéla enda sjálfstýringartækninni fleygt fram. Í dag er hægt að forrita dráttarvélarnar til að fara yfir ákveðin svæði og vinna ákveðin verk á ákveðnum tíma. Skynjarar koma í veg fyrir að traktorarnir keyri á hluti, menn og dýr sem verða á vegi þeirra. Hvað þá að þeir keyri á girðingar eða út í skurð eða móa.

Í dag eru unnið að þróun dráttarvéla sem eru það sem er kallað hálfsjálfvirkar eða fullkomlega sjálfvirkar. Hálf­sjálfvirku dráttar­vélarnar þurfa, eins og nafnið gefur til kynna, meira eftirlit en þær alsjálfvirku og eru hugsaðar fyrir minni býli. Einnig er í þróun tækni sem er þannig að ekill stjórnar fremstu vélinni í púlíunni en tækin sem á eftir koma eru hálfsjálfvirk og fylgja þeirri fremstu.

Dregin af vindu

Hugmyndin um ekilslausa dráttarvél kom fyrst fram árið 1940 þegar uppfinningamaðurinn Frank W. Andrew gerði tilraun til að búa til eina slíka. Andrew sá fyrir sér dráttarvél eða dráttarplóg sem tengdur væri við vindu handan við akurinn sem átti að vinna og átti vindan að draga ekilslausa dráttarvélina eða plóginn yfir akurinn sem væri plægður um leið.

Bifreiða- og dráttar­véla­framleiðandinn Ford gerði einnig tilraun til að hanna ekilslausa dráttarvél. Traktorinn fékk vinnuheitið Sniffer en fór aldrei í framleiðslu.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...