Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa
Lesendarýni 28. ágúst 2015

Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa

Höfundur: Friðrik Daníelsson
Inniloftsmengun getur orðið hættuleg í fjósum og haughúsum eins og bændur hafa fengið að reyna í aldir. Er það fyrst og fremst hin eitraða lofttegund brennisteinsvetni sem veldur mestri hættu. 
 
Image caption goes here
Sem betur fer er sterk (skíta-) lykt af brennisteinsvetninu svo menn fá viðvörun. En ef styrkur er mikill, yfir 100 ppm (milljónustu), lamast lyktarskynið og hættan stóreykst. Við niðurbrot í húsdýraskít myndast nokkrar fleiri eitraðar lofttegundir, áberandi úr kúamykju en líka getur orðið talsvert af þeim í fjárhúsum. Auk brennisteinsvetnis myndast ammoníak og jafnvel köfnunarefnissýrlingar. Einnig myndast óeitraðar gastegundir, s.s. metan. Það er líka varasamt þó að það eitt og sér sé ekki eitrað, það þynnir loftið og lækkar súrefnisinnihaldið, eins og reyndar fleiri gastegundir úr húsdýraskítnum, og getur valdið súrefnisskorti og jafnvel sprengihættu. Koltvísýringur myndast líka og ryður burt súrefninu, sé hann í miklu magni veldur hann örari öndun og súrefnisskorti. 
 
Mengun í útihúsum getur farið yfir viðmiðunarmörk
 
Í reglugerðum 1066/2014 og 438/2002 eru mörk á styrk brennisteinsvetnis (0,5 ppm) og ammoníaks (20 ppm) fyrir kindur og kýr í fjárhúsa- og fjósalofti.  Svo virðist sem stofnanir hérlendis hafi ekki gert kerfisbundnar mælingar á mengunninni, helst hafa áhugamenn verið að mæla. Til eru mælingar sem Vinnueftirlitið hefur gert af sérstökum tilefnum í fjósalofti. Af þeim má draga þá ályktun að mengunin fari stundum yfir mörkin. 
 
Gastegundirnar skaða heilsu bæði dýra og manna og gera fólk og fé veikari fyrir öðrum heilsubrestum og er því ástæða til að fylgjast vel með menguninni. Ammoníak (stingandi lykt) veldur ertingu og í framhaldi ætingu, bólgum og veiklun öndunarfæra, brennisteinsvetni (skítalykt) gerir það einnig og veldur höfuðverk og svimakennd, og það sem er alvarlegra, veldur líka bráðalömun öndunarstöðva í heila og meðvitundarleysi við lágan styrk (0,05% af inniloftinu) og köfnun og skjótum dauða ef styrkur verður nógu hár. 
 
Köfnunarefnissýrlingarnir (þung hráalykt,veikur sætur keimur gæti fundist með) geta valdið vökva í lungum og köfnun. Fyrir bændur og aðra þá sem vinna við fjós og fjárhús gilda mengunarmörk sem eru í reglugerð 390/2009. Bæði eru þar gildin sem mega vera í inniloftinu við vinnu í 8 klst. í einu (brennisteinsvetni 5 ppm, ammoníak 20 ppm, köfnunarefnistvíildi 3 ppm) og í 15 mínútur en þau gildi eru oftast tvöfalt hærri en gildin fyrir 8 tímana. Fari mengunin í hærra gildið (kallast þakgildi) þarf að rýma svæðið innan stundarfjórðungs. 
 
Eiturgasið er frekar auðvelt að mæla
 
Allar þessar eiturgastegundir er frekar auðvelt að mæla. Þó að brennisteinsvetnið í kúamykjunni sé þekktasta eiturlofttegundin þurfa bændur líka að vera á varðbergi gagnvart öðrum gastegundum, súrefniseyðingu og súrefnisskorti í bæði fjósum og fjárhúsum og hafa næga loftræstingu. Sín vegna en hraustar kindur og kýr eru gleði bóndans!
Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...