Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Einstakt Sveitasnakk á heimsvísu
Fréttir 13. apríl 2015

Einstakt Sveitasnakk á heimsvísu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Undanfarið hafa Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi unnið að þróun á snakki úr gulrófum. Þeim fannst vanta snakk á markað úr heilnæmum hráefnum sem hægt væri að rækta hér á landi. Gulrófan varð fyrir valinu, sítróna norðursins, stútfull af C-vítamíni og stuði. 
 
Gulrófusnakkið hefur hlotið nafnið Sveitasnakk og verður sett á markað undir merki þeirra hjóna, HAVARÍ. Rófurnar eru sneiddar og bakaðar (ekki djúpsteiktar) og svo eru þær kryddaðar með ferskum chilipipar, hvítlauk og sjávarsalti. Afurðin verður því fyrsta flokks heilsusamlegt Sveitasnakk úr gulrófum.
 
Markmiðið er að framleiðslan og ræktun allra hráefna fari fram á sveitabæ þeirra, Karlsstöðum, en þau eru nú þegar búin að undirbúa nokkra hektara lands fyrir gulrófuræktun. Á Karlsstöðum er eldra fjós sem er nú að fá nýtt líf sem snakkverksmiðja. Fyrsta skref var að rífa allar innréttingar og klæðningar innan úr því. Þá teiknuðu þau upp snakkverksmiðjuna, réðu smið og hófust handa við að gera upp húsið.
 
Vinna við framleiðsluaðstöðuna gengur vel
 
Svavar segir að verkefnið gangi mjög vel. „Við erum búin að þróa vöruna og uppskriftin er klár. Nú erum við að byggja eldhús til að geta bakað snakkið. Þetta er allt unnið í nánu samstarfi við heilbrigðisfulltrúann hér á svæðinu og er eldhúsið gert samkvæmt ströngustu kröfum. Þá fengum við Matís til að ráðleggja okkur með teikningar. Núna erum við að vinna í lóðinni og gera hana klára meðan við bíðum eftir ofninum sem er á leiðinni. Síðan stefnum við á að hefja framleiðslu með vorinu. Við eigu eitthvað af rófum í geymslu í Lindarbrekku.“
 
Einstakt Sveitasnakk á heimsvísu
 
Svavar segir að Sveitasnakk sé trúlega einstakt sem matvara á heimsvísu. Víðast hvar séu rófur ekki ræktaðar til manneldis eins og hér, heldur nær eingöngu sem skepnufóður. Vöruþróunin var gerð í samstarfi við MATÍS og á lokametrum þróunarvinnunnar hvarf snakkið jafn harðan úr skálunum ofan í gesti og gangandi. 
 
„Ég held að gulrófusnakk sé því varla til á plánetunni. Það er þó til ýmiss konar snakk úr rótarávöxtum, eins og rauðrófum og sætum kartöflum sem eru þá djúpsteiktar. Munurinn á okkar snakki er að það er ekki djúpsteikt heldur þurrkað, bakað og kryddað. Það eru engin aukaefni í  þessu þannig að þetta verður mjög heilnæmt, c-vítamínríkt og kolvetnissnautt. Þetta er mjög bragðgott og mikil ánægja með þetta hjá þeim sem hafa verið að bragðprófa þetta með okkur við vöruþróunina.“   
 
Fjármögnun gengur vel
 
Svavar segir að framkvæmdirnar séu meðal annars fjármagnaðar með hópfjármögnun á https://www.karolinafund.com. Þá hefur Nýsköpunarmiðstöð, Landsbankinn og Vaxtasamningur Austurlands einnig styrkt verkefnið. Þau hafa jafnfram sótt um nokkra opinbera nýsköpunarstyrki sem þau binda vonir við að fá.
 
Á Karolina Fund gefst áhugasömum kostur á að leggja verkefninu lið með því að kaupa fjármögnunarpakka í öllum stærðum og gerðum. Ýmsar leiðir eru í boði, allt frá snakkpakka úr fyrstu lögun ásamt árituðu viðurkenningarskjali, upp í heimsókn í snakkverksmiðjuna, dvöl á gistiheimilinu, tónleika með Prins Póló og Bulsu-veislu. Þannig getur fólk hjálpað til við að koma á fót nýstárlegri snakkverksmiðju þar sem lögð verður stund á matarhandverk úr hágæða hráefnum.„Fjármögnunin gengur vel og við erum búin að safna tæplega 5.000 evrum með sölu á vörunni fyrirfram. Slík sala gerir okkur kleift að standa straum af kostnaði við vöruþróunina og byggingu á eldhúsinu,“ segir Svavar. 
Hægt er að fylgjast með fram­vindunni á https://www.facebook.com/hahavari og á heimasíðunni http://www.havari.is.

10 myndir:

Skylt efni: Smáframleiðsla

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...