Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi í Stóru-Sandvík, sem náði um 15 tonnum upp úr görðunum sínum í haust af Sandvíkurrófum.
Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi í Stóru-Sandvík, sem náði um 15 tonnum upp úr görðunum sínum í haust af Sandvíkurrófum.
Mynd / MHH
Fréttir 5. nóvember 2020

Eini ræktandinn á rófufræi í landinu fyrir íslenska bændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum StóruSandvík í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem tilheyrir nú Sveitarfélaginu Árborg, hefur tekið við rófuræktinni á bænum af öldruðum föður sínum, sem hefur stundað rófurækt í 40 ár,  auk þess að rækta rófufræ. 

„Já, ég er sú eina sem ræktar rófufræ og treysta allir rófubændur á Íslandi á að geta fengið fræ hjá mér. Íslenska Sandvíkurrófufræið þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Sandvíkurfræið gefst ekki upp,  það sprettur, sama hvernig sumarið er hér á Íslandi. Árlega eru ræktuð og seld um 900–1.100 tonn af rófum á Íslandi á ári hverju, en ég er mjög lítil í rófunum, eða með einhver 15 tonn,“ segir Fjóla Signý.

Stór í fræjunum

Já, Fjóla segist vera lítil í rófuræktinni en hún er stór í fræjunum. 

„Það passar, ég rækta um 18 kg af fræi á ári hverju. Ég sáði í sumar um 250–300 g og fékk þessi 15 tonn af rófum. Þannig að mín fræræktun passar fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi, eða 900–1.100 tonn,“ segir hún.

Fjóla Signý sér um að rækta rófufræ fyrir alla rófubændur á Íslandi, eða um 18 kg á hverju ári.

Gengur illa að fá styrki

Fjólu Signýju hefur gengið illa að fá styrki frá hinu opinbera og sjóðum vegna rófu og fræræktunarinnar.  

„Ég hef sótt um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, sem ég fékk ekki og ekki heldur frá Erfðanefnd landbúnaðarins, þar sem veittir voru styrkir til verkefna sem stuðla að sjálfbærni á Íslandi. 

Okkar helstu sérfræðingar í jarðrækt segja að það sé mjög mikilvægt að ég haldi ræktuninni áfram, þar sem á þessum 40 árum hefur pabba tekist að þróa og rækta nýjan rófustofn, sem er alíslenskur. Við erum því alveg sjálfbær í rófnaræktun á Íslandi, það skiptir miklu máli fyrir Ísland, sérstaklega á tímum sem þessum.

„Ég hef verið að leita eftir styrkjum þar sem ég er í raun að vinna nánast allt í sjálfboðavinnu. Mér finnst ræktunin mín skipta máli fyrir allt Ísland og mér finnst þetta líka skemmtilegt, annars gæti ég ekki unnið þetta svona mikið í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...