Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2022

Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þrennar kosningar voru á dögunum þar sem kosið var um sameiningar sveitarfélaga. Ein tillaga var felld en tvær samþykktar.

Blönduósbær og Húnavatnshreppur sameinast

Íbúar Blönduósbæjar og Húna­vatnshrepps samþykktu sameiningu. Kjörsókn í Blönduósbæ var um 65%, 411 greiddu atkvæði. Mikill meirihluti, 400 manns, eða yfir 97%, sagði já við sameiningu en 9 svöruðu neitandi, eða 2,2%. Í Húnavatnshreppi kusu 250 manns, tæplega 83% og niðurstaðan var sú að 152, eða tæplega 61%, sagði já, 92 sögðu nei, eða um 37%.

Eitt sveitarfélag í Skagafirði

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu sameiningu sveitar­félaganna tveggja. Sveitar­stjórn sameinaðs sveitar­félags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar, segir á vefsíðunni skagfirðingur.is. Kjörsókn í Akrahreppi var góð, um 87% kusu eða 135 manns af 156 sem voru á kjörskrá. Já sögðu 84, nei-in voru 51. Kjörsókn í Sveitarfélaginu Skagafirði var lakari, 35,5%, 2.961 var á kjörskrá en 1.022 atkvæði voru greidd. Alls sögðu 961 já og 54 nei.

Ekki sameining á Snæfellsnesi

Þá var kosið um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Í Eyja- og Miklaholtshreppi var kjörsókn 74,6 prósent. Alls greiddu 62 atkvæði, en 83 voru á kjörskrá. Já sögðu 20 manns en nei 41. Í Snæfellsbæ var kjörsókn 35%, 412 atkvæði voru greidd en 1.174 voru á kjörskrá. Mjótt var á munum, 207 vildu sameiningu en 201 var á móti. Tillagan er því felld og verður ekki af sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...