Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2022

Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þrennar kosningar voru á dögunum þar sem kosið var um sameiningar sveitarfélaga. Ein tillaga var felld en tvær samþykktar.

Blönduósbær og Húnavatnshreppur sameinast

Íbúar Blönduósbæjar og Húna­vatnshrepps samþykktu sameiningu. Kjörsókn í Blönduósbæ var um 65%, 411 greiddu atkvæði. Mikill meirihluti, 400 manns, eða yfir 97%, sagði já við sameiningu en 9 svöruðu neitandi, eða 2,2%. Í Húnavatnshreppi kusu 250 manns, tæplega 83% og niðurstaðan var sú að 152, eða tæplega 61%, sagði já, 92 sögðu nei, eða um 37%.

Eitt sveitarfélag í Skagafirði

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu sameiningu sveitar­félaganna tveggja. Sveitar­stjórn sameinaðs sveitar­félags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar, segir á vefsíðunni skagfirðingur.is. Kjörsókn í Akrahreppi var góð, um 87% kusu eða 135 manns af 156 sem voru á kjörskrá. Já sögðu 84, nei-in voru 51. Kjörsókn í Sveitarfélaginu Skagafirði var lakari, 35,5%, 2.961 var á kjörskrá en 1.022 atkvæði voru greidd. Alls sögðu 961 já og 54 nei.

Ekki sameining á Snæfellsnesi

Þá var kosið um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Í Eyja- og Miklaholtshreppi var kjörsókn 74,6 prósent. Alls greiddu 62 atkvæði, en 83 voru á kjörskrá. Já sögðu 20 manns en nei 41. Í Snæfellsbæ var kjörsókn 35%, 412 atkvæði voru greidd en 1.174 voru á kjörskrá. Mjótt var á munum, 207 vildu sameiningu en 201 var á móti. Tillagan er því felld og verður ekki af sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...