Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar
Mynd / HKr.
Fréttir 9. mars 2022

Ein sameiningartillaga felld en tvær samþykkar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þrennar kosningar voru á dögunum þar sem kosið var um sameiningar sveitarfélaga. Ein tillaga var felld en tvær samþykktar.

Blönduósbær og Húnavatnshreppur sameinast

Íbúar Blönduósbæjar og Húna­vatnshrepps samþykktu sameiningu. Kjörsókn í Blönduósbæ var um 65%, 411 greiddu atkvæði. Mikill meirihluti, 400 manns, eða yfir 97%, sagði já við sameiningu en 9 svöruðu neitandi, eða 2,2%. Í Húnavatnshreppi kusu 250 manns, tæplega 83% og niðurstaðan var sú að 152, eða tæplega 61%, sagði já, 92 sögðu nei, eða um 37%.

Eitt sveitarfélag í Skagafirði

Íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu sameiningu sveitar­félaganna tveggja. Sveitar­stjórn sameinaðs sveitar­félags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar, segir á vefsíðunni skagfirðingur.is. Kjörsókn í Akrahreppi var góð, um 87% kusu eða 135 manns af 156 sem voru á kjörskrá. Já sögðu 84, nei-in voru 51. Kjörsókn í Sveitarfélaginu Skagafirði var lakari, 35,5%, 2.961 var á kjörskrá en 1.022 atkvæði voru greidd. Alls sögðu 961 já og 54 nei.

Ekki sameining á Snæfellsnesi

Þá var kosið um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Í Eyja- og Miklaholtshreppi var kjörsókn 74,6 prósent. Alls greiddu 62 atkvæði, en 83 voru á kjörskrá. Já sögðu 20 manns en nei 41. Í Snæfellsbæ var kjörsókn 35%, 412 atkvæði voru greidd en 1.174 voru á kjörskrá. Mjótt var á munum, 207 vildu sameiningu en 201 var á móti. Tillagan er því felld og verður ekki af sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr