Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Núpsá skilur að jarðirnar Núp og Læk í Dýrafirði. HMS vinnur nú að því að áætla eignamörk þessara jarða og um 750 annarra á Vestfjörðum. Mynd tekin í ágúst á þessu ári.
Núpsá skilur að jarðirnar Núp og Læk í Dýrafirði. HMS vinnur nú að því að áætla eignamörk þessara jarða og um 750 annarra á Vestfjörðum. Mynd tekin í ágúst á þessu ári.
Mynd / ál
Fréttir 29. október 2025

Eignamörk Vestfjarða áætluð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) hefur kortlagt um 750 jarðir á Vestfjörðum og gefur um 4.000 eigendum þeirra færi á að koma með athugasemdir.

Þann 15. október sendi HMS eigendum jarðanna bréf þess efnis að drög að áætluðum eignamörkum væru komin í birtingu og að hægt væri að kynna sér drögin í vefsjá landeignaskrár. Sex vikna frestur var gefinn til að bregðast við og senda athugasemdir. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Er þetta liður í nokkurra ára verkefni þar sem eignamörk allra jarða í tilteknum landshluta eru áætluð. Markmiðið er að ná fram heildstæðri mynd af eignarhaldi fasteigna á Íslandi og gera afmarkanir aðgengilegar í vefsjá landeignaskrár.

Kallað eftir viðbrögðum

Samkvæmt lögum bera landeigendur sjálfir ábyrgð á að gera merki sín skýr. Í fréttatilkynningu HMS segir að merki teljist skýr séu þau hnitsett með lögformlegum hætti eða óumdeild og skýr frá náttúrunnar hendi. Í dreifbýli hafi margar jarðir ekki verið kortlagðar og eignarhald og mörk fasteigna geti þá verið háð nokkurri óvissu. Það geti aftur skapað óvissu við eignaumsýslu, skipulagsvinnu og margt fleira. Í þessu verkefni er HMS ekki að hnitsetja merki milli jarða eða að gera ný skjöl um staðsetningu merkjanna, heldur eingöngu að áætla legu þeirra út frá eldri skjölum og öðrum gögnum. Áfram verður hægt að breyta áætlun eignamakanna eftir athugasemdartímann.

HMS kallar eftir viðbrögðum frá landeigendum, sama hvort þeir eru sammála eða ósammála þeim drögum sem lögð eru fram. Allir eigendur jarða á Vestfjörðum eiga að hafa fengið staðlað bréf í gegnum island.is þar sem þeir eru fræddir um verkefnið.

Ekki leyst úr ágreiningi

Í fyrra haust opnuðu 56 prósent landeiganda á Norðurlandi bréfið frá HMS á þeim sex vikum sem kallað var eftir athugasemdum. Um 350 athugasemdir bárust og var áætluðum eignamörkum rúmlega 300 eigna breytt í kjölfarið. HMS leysir ekki úr mögulegum ágreiningi um eignamörk, heldur kortleggur og greinir frá þeim svæðum sem eru óljós.

Í upphafi árs 2023 var um 29 prósent flatarmáls Íslands með afmörkun í landeignaskrá. Hlutfallið jókst í 39 prósent árið 2024 og nú í október 2025 er það komið upp í 62 prósent með birtingu áætlaðra eignamarka á Vestfjörðum og einnig stórum hluta Norðurlands fyrr á árinu. Árið 2026 er stefnt að því að áætla merki jarða í Þingeyjasýslum og Múlasýslum. Gert er ráð fyrir að drög að áætlun eignamarka á því svæði verði kynnt landeigendum seinni hluta þess árs. Gangi verkefnið samkvæmt áætlun verði búið að fara yfir eignamörk á öllu landinu árið 2028.

Skylt efni: Vestfirðir

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...