Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er farið að valda mönn­um áhyggjum um þróun áætlana um orkuskipti í heiminum.

Það er enn nóg til af liþíumforða víða um heim til að búa til þær rafhlöður, en vinnsla á því er seinvirk og kostnaðarsöm. Eftirspurnin nemur um það bil 100.000 tonnum á ári, en vex um meira en 15%. Framboðið á liþíum annar vart eftirspurn og því hækkar verðið. Það getur síðan hægt á framleiðslu rafbíla og annarra tækja sem helst er hampað í orkuskiptaáætlunum víða um heim.

Elon Musk áhyggjufullur

Þann 8. apríl „tísti“ Elon Musk, stofnandi Tesla og forstjóri og stofnandi SpaceX, um það á Tvitter að hann væri að íhuga að stofna eigið námufyrirtæki í ljósi hækkandi verðs á liþíum, sem hann sagði nú komið í „brjálæðislegar hæðir“.

Musk sagði að Tesla gæti í raun þurft að fara sjálft í námuvinnslu og úrvinnslu á liþíum ef verðið lækkar ekki. „Það er enginn skortur á frumefninu sjálfu, þar sem liþíum er næstum alls staðar á jörðinni, en hraði vinnslunnar er hægur,“ sagði hann í sínu tölvutísti.

Tonnið af hálfunnu liþíum selt á 5.650 dollara

Bloomberg greindi frá því þann 28. apríl að 5.000 tonna farmur sem var að hluta unnið liþíum, seldist fyrir 5.650 dollara fyrir tonnið. Það er 140% yfir verði sem menn hafa áður talið „geðveikt“ og var tilefni til athugasemda Elon Musk. Daginn eftir greindi Reuters frá aukinni eftirspurn og vaxandi skorti á liþíum og öðrum mikilvægum málmum í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Þar sagði:
„Evrópa er að renna út á tíma til að tryggja sér málma sem hún þarf til að knýja orkuskiptin.“

Búist við 4.000% aukningu eftirspurnar til 2040

Vandamálið snýst um framboð og eftirspurn. Til þess að mæta því sem menn kalla óraunhæf markmið Biden-stjórnarinnar í Bandaríkjunum, ESB og fleiri ríkja, áætlaði Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) í fyrrasumar að eftirspurn eftir liþíum myndi aukast um 900% til ársins 2030 og um 4.000% fyrir árið 2040. Til að mæta slíkri veldishækkun eftirspurnar þyrfti samsvarandi aukningu á liþíumframboði.

Skylt efni: liþíum | orkuskipti

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...