Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Liþíum, sem notað er m.a. í rafhlöður bíla, er silfurhvítur og mjög hvarfagjarn og eldfimur málmur. Vinnsla á þessum málmi er langt frá því að anna ört vaxandi eftirspurn.
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er farið að valda mönn­um áhyggjum um þróun áætlana um orkuskipti í heiminum.

Það er enn nóg til af liþíumforða víða um heim til að búa til þær rafhlöður, en vinnsla á því er seinvirk og kostnaðarsöm. Eftirspurnin nemur um það bil 100.000 tonnum á ári, en vex um meira en 15%. Framboðið á liþíum annar vart eftirspurn og því hækkar verðið. Það getur síðan hægt á framleiðslu rafbíla og annarra tækja sem helst er hampað í orkuskiptaáætlunum víða um heim.

Elon Musk áhyggjufullur

Þann 8. apríl „tísti“ Elon Musk, stofnandi Tesla og forstjóri og stofnandi SpaceX, um það á Tvitter að hann væri að íhuga að stofna eigið námufyrirtæki í ljósi hækkandi verðs á liþíum, sem hann sagði nú komið í „brjálæðislegar hæðir“.

Musk sagði að Tesla gæti í raun þurft að fara sjálft í námuvinnslu og úrvinnslu á liþíum ef verðið lækkar ekki. „Það er enginn skortur á frumefninu sjálfu, þar sem liþíum er næstum alls staðar á jörðinni, en hraði vinnslunnar er hægur,“ sagði hann í sínu tölvutísti.

Tonnið af hálfunnu liþíum selt á 5.650 dollara

Bloomberg greindi frá því þann 28. apríl að 5.000 tonna farmur sem var að hluta unnið liþíum, seldist fyrir 5.650 dollara fyrir tonnið. Það er 140% yfir verði sem menn hafa áður talið „geðveikt“ og var tilefni til athugasemda Elon Musk. Daginn eftir greindi Reuters frá aukinni eftirspurn og vaxandi skorti á liþíum og öðrum mikilvægum málmum í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Þar sagði:
„Evrópa er að renna út á tíma til að tryggja sér málma sem hún þarf til að knýja orkuskiptin.“

Búist við 4.000% aukningu eftirspurnar til 2040

Vandamálið snýst um framboð og eftirspurn. Til þess að mæta því sem menn kalla óraunhæf markmið Biden-stjórnarinnar í Bandaríkjunum, ESB og fleiri ríkja, áætlaði Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) í fyrrasumar að eftirspurn eftir liþíum myndi aukast um 900% til ársins 2030 og um 4.000% fyrir árið 2040. Til að mæta slíkri veldishækkun eftirspurnar þyrfti samsvarandi aukningu á liþíumframboði.

Skylt efni: liþíum | orkuskipti

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...