Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fréttir 10. febrúar 2020
Höfundur: smh
Eftirliti er ábótavant með kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri eftirlitsskýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið út.
Aðalmarkmið úttektar ESA var að meta opinbert eftirlit varðandi hollustuhætti kjöt- og mjólkurframleiðslu í landinu – og kjöt- og mjólkurafurða. Úttektir fóru fram á Íslandi dagana 14. til 23. október og farið meðal annars í vettvangsferðir í fjögur sláturhús.
Bæta þarf heilbrigðisskoðunina eftir slátrun
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að dýralæknar þurfi að bæta heilbrigðisskoðunina sem fram fer eftir slátrun þannig að hún sé í samræmi við lög. Þá er lögð áhersla á að þjálfun dýralækna, sem starfa við eftirlit í sláturhúsum, sé fullnægjandi.
Varðandi matvælafyrirtækin eru nokkur atriði tiltekin þar sem mikilvægt sé að Matvælastofnun hafi betra eftirlit með, til að mynda að kröfur um hollustuhætti sé fylgt. Eru nokkur atriði af þeim toga nefnd sem þarf að bæta.
Einnig eru gerðar athugasemdir við störf svokallaðra opinberra tilvísunarrannsóknarstofa, meðal annars á sviði örverufræði og rannsóknum á þráðormum sem þær rækja ekki með fullnægjandi hætti. Meira samræmi þarf að vera á milli starfa á opinberum rannsóknarstofum og samanburðarpróf þurfa að vera á milli þeirra til að forðast ónákvæmni í rannsóknarniðurstöðum.
Tiltekin atriði í opinberu eftirliti Matvælastofnunar eru þannig ekki í fullu samræmi við kröfurnar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Leggur ESA fram tillögur um hvernig ráða megi bót á þessum atriðum.
Matvælastofnun setur fram aðgerðaráætlun
Matvælastofnun brást þegar í stað við aðfinnslunum og setti fram aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur ESA. Hún er birt í eftirlitsskýrslunni og þar er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið fyrir árslok 2021.
ESA ber skylda til þess samkvæmt EES-samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríkin innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.
Skýrsluna má nálgast í gegnum vef EFTA, eftasurv.int.
Fréttir 5. desember 2025
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...
Fréttir 5. desember 2025
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...
Fréttir 4. desember 2025
Góður árangur náðst
Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...
Fréttir 4. desember 2025
Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...
Fréttir 4. desember 2025
Heilbrigð mold í frískum borgum
Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...
Fréttir 4. desember 2025
Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...
Fréttir 4. desember 2025
Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...
Fréttir 4. desember 2025
Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...
4. desember 2025
Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
4. desember 2025
Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
3. desember 2025
Laufey
4. desember 2025
