Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælastofnun er lögbært yfirvald – og þar með ábyrgðaraðili – í ýmsum þeim málum sem ESA gerir athugasemdir við í eftirlitsskýrslu sinni.
Matvælastofnun er lögbært yfirvald – og þar með ábyrgðaraðili – í ýmsum þeim málum sem ESA gerir athugasemdir við í eftirlitsskýrslu sinni.
Mynd / smh
Fréttir 10. febrúar 2020

Eftirliti með kjöt- og mjólkurframleiðslu er ábótavant á Íslandi

Höfundur: smh
Eftirliti er ábótavant með kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri eftirlitsskýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið út.
 
Aðalmarkmið úttektar ESA var að meta opinbert eftirlit varðandi hollustuhætti kjöt- og mjólkurframleiðslu í landinu – og kjöt- og mjólkurafurða. Úttektir fóru fram á Íslandi dagana 14. til 23. október og farið meðal annars í vettvangsferðir í fjögur sláturhús.
 
Bæta þarf heilbrigðisskoðunina eftir slátrun
 
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að dýralæknar þurfi að bæta heilbrigðisskoðunina sem fram fer eftir slátrun þannig að hún sé í samræmi við lög. Þá er lögð áhersla á að þjálfun dýralækna, sem starfa við eftirlit í sláturhúsum, sé fullnægjandi. 
 
Varðandi matvælafyrirtækin eru nokkur atriði tiltekin þar sem mikilvægt sé að Matvælastofnun hafi betra eftirlit með, til að mynda að kröfur um hollustuhætti sé fylgt.  Eru nokkur atriði af þeim toga nefnd sem þarf að bæta.
 
Einnig eru gerðar athugasemdir við störf svokallaðra opinberra tilvísunarrannsóknarstofa, meðal annars á sviði örverufræði og rannsóknum á þráðormum sem þær rækja ekki með fullnægjandi hætti. Meira samræmi þarf að vera á milli starfa á opinberum rannsóknarstofum og samanburðarpróf þurfa að vera á milli þeirra til að forðast ónákvæmni í rannsóknarniðurstöðum.
 
Tiltekin atriði í opinberu eftirliti Matvælastofnunar eru þannig ekki í fullu samræmi við kröfurnar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Leggur ESA fram tillögur um hvernig ráða megi bót á þessum atriðum.
 
Matvælastofnun setur fram aðgerðaráætlun
 
Matvælastofnun brást þegar í stað við aðfinnslunum og setti fram aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur ESA. Hún er birt í eftirlitsskýrslunni og þar er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið fyrir árslok 2021. 
 
ESA ber skylda til þess samkvæmt EES-samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríkin innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.
 
Skýrsluna má nálgast í gegnum vef EFTA, eftasurv.int.    
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...