Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.

Fréttir 10. febrúar 2020
Höfundur: smh
Eftirliti er ábótavant með kjöt- og mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri eftirlitsskýrslu sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið út.
Aðalmarkmið úttektar ESA var að meta opinbert eftirlit varðandi hollustuhætti kjöt- og mjólkurframleiðslu í landinu – og kjöt- og mjólkurafurða. Úttektir fóru fram á Íslandi dagana 14. til 23. október og farið meðal annars í vettvangsferðir í fjögur sláturhús.
Bæta þarf heilbrigðisskoðunina eftir slátrun
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að dýralæknar þurfi að bæta heilbrigðisskoðunina sem fram fer eftir slátrun þannig að hún sé í samræmi við lög. Þá er lögð áhersla á að þjálfun dýralækna, sem starfa við eftirlit í sláturhúsum, sé fullnægjandi.
Varðandi matvælafyrirtækin eru nokkur atriði tiltekin þar sem mikilvægt sé að Matvælastofnun hafi betra eftirlit með, til að mynda að kröfur um hollustuhætti sé fylgt. Eru nokkur atriði af þeim toga nefnd sem þarf að bæta.
Einnig eru gerðar athugasemdir við störf svokallaðra opinberra tilvísunarrannsóknarstofa, meðal annars á sviði örverufræði og rannsóknum á þráðormum sem þær rækja ekki með fullnægjandi hætti. Meira samræmi þarf að vera á milli starfa á opinberum rannsóknarstofum og samanburðarpróf þurfa að vera á milli þeirra til að forðast ónákvæmni í rannsóknarniðurstöðum.
Tiltekin atriði í opinberu eftirliti Matvælastofnunar eru þannig ekki í fullu samræmi við kröfurnar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Leggur ESA fram tillögur um hvernig ráða megi bót á þessum atriðum.
Matvælastofnun setur fram aðgerðaráætlun
Matvælastofnun brást þegar í stað við aðfinnslunum og setti fram aðgerðaráætlun í samræmi við tillögur ESA. Hún er birt í eftirlitsskýrslunni og þar er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið fyrir árslok 2021.
ESA ber skylda til þess samkvæmt EES-samningi að hafa eftirlit með því að aðildarríkin innleiði löggjöf samningsins og uppfylli þær kröfur sem hún gerir. Þessu hlutverki sinnir ESA með úttektarheimsóknum til ríkjanna þar sem eftirlit opinberra aðila er tekið út á sviði matvæla- og fóðuröryggis, dýraheilbrigðis og dýravelferðar.
Skýrsluna má nálgast í gegnum vef EFTA, eftasurv.int.
Fréttir 29. mars 2023
Endurheimt vistkerfa
Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...
Fréttir 29. mars 2023
Tillaga um dýravelferðarstofu
Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...
Fréttir 28. mars 2023
Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...
Fréttir 27. mars 2023
Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...
Fréttir 27. mars 2023
Páskaútgáfa Bændablaðsins
Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.
Fréttir 27. mars 2023
„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...
Fréttir 24. mars 2023
Kjötskortur, hvað?
Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...
Fréttir 24. mars 2023
Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...
28. mars 2023
Erfðatæknin gæti bjargað banananum
28. mars 2023
Stærð makrílstofnsins lengi vanmetin
28. mars 2023
Velferð hrossa - seinni grein
27. mars 2023
Raunveruleg staða nautgriparæktar
27. mars 2023