Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum at
Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum at
Mynd / Helgi Sveinbjörnsson
Fréttir 15. júní 2016

Dýrin í Slakka komin í sumarskapið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dýragarðurinn Slakki í Laugar­ási í Biskupstungum var opnaður fyrir gesti í maí og verður bæði úti- og innisvæðið opið fram í september. Þar hafa börn Helga Sveinbjörnssonar, sem stofnaði Slakka, nú tekið við rekstrinum.
 
Helgi segir að það sé vissulega léttir að börnin hafi nú tekið við keflinu. Þetta hafi oft verið erfitt en börnin séu full af áhuga og krafti og með margvíslegar hugmyndir um að efla starfsemina, ekki síst yfir vetrartímann.
 
Mikið er um að fjölskyldufólk heimsæki Slakka á sumrin, enda öll umgjörðin mjög skemmtileg. Þar er margt forvitnilegt að skoða og líka hefur verið hægt að fara þar í mínígolf og pútt. Þá er einnig  hægt að fara í pool (billiard) og hafa það huggulegt við barinn.
 
Elsta dóttirin, Gunnur Ösp Jónsdóttir, og hennar maður, Matthías Líndal Jónsson, seldu íbúð sína á höfuðborgarsvæðinu og fluttust austur til að taka við rekstrinum. Síðan taka hálfsystkini Gunnar Aspar, þau Rannveig Góa Helgadóttir og Egill Óli Helgason líka þátt í rekstrinum auk þess sem pabbinn er þeim að sjálfsögðu innan handar. Þess má geta að opið er alla daga frá klukkan 11 til 18. 

5 myndir:

Skylt efni: Slakki

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...