Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum at
Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum at
Mynd / Helgi Sveinbjörnsson
Fréttir 15. júní 2016

Dýrin í Slakka komin í sumarskapið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dýragarðurinn Slakki í Laugar­ási í Biskupstungum var opnaður fyrir gesti í maí og verður bæði úti- og innisvæðið opið fram í september. Þar hafa börn Helga Sveinbjörnssonar, sem stofnaði Slakka, nú tekið við rekstrinum.
 
Helgi segir að það sé vissulega léttir að börnin hafi nú tekið við keflinu. Þetta hafi oft verið erfitt en börnin séu full af áhuga og krafti og með margvíslegar hugmyndir um að efla starfsemina, ekki síst yfir vetrartímann.
 
Mikið er um að fjölskyldufólk heimsæki Slakka á sumrin, enda öll umgjörðin mjög skemmtileg. Þar er margt forvitnilegt að skoða og líka hefur verið hægt að fara þar í mínígolf og pútt. Þá er einnig  hægt að fara í pool (billiard) og hafa það huggulegt við barinn.
 
Elsta dóttirin, Gunnur Ösp Jónsdóttir, og hennar maður, Matthías Líndal Jónsson, seldu íbúð sína á höfuðborgarsvæðinu og fluttust austur til að taka við rekstrinum. Síðan taka hálfsystkini Gunnar Aspar, þau Rannveig Góa Helgadóttir og Egill Óli Helgason líka þátt í rekstrinum auk þess sem pabbinn er þeim að sjálfsögðu innan handar. Þess má geta að opið er alla daga frá klukkan 11 til 18. 

5 myndir:

Skylt efni: Slakki

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.