Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Gíslason er forstjóri Matvælastofnunar. Dýraheilbrigðismál á Íslandi komu ágætlega út í mati Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar frá 2015.
Jón Gíslason er forstjóri Matvælastofnunar. Dýraheilbrigðismál á Íslandi komu ágætlega út í mati Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar frá 2015.
Mynd / smh
Fréttir 6. október 2017

Dýraheilbrigðismálin í nokkuð góðu lagi

Höfundur: smh
Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) gaf á dögunum út skýrslu um mat á stöðu íslensku dýralæknaþjónustunnar, en hún var metin um haustið 2015 að beiðni íslenskra stjórnvalda.
 
Skýrslan sýnir að staðan er nokkuð góð á Íslandi. Meðal helstu styrkleika kerfisins að mati OIE er góð löggjöf og reglulegt eftirlit sem sé byggt á áhættumati. Sérstaklega er bent á að tilfelli matarsýkinga eru mjög fá og þá komu öll matvælafyrirtæki sem voru skoðuð mjög vel út. Þeir þættir sem mættu vera betri snúa að símenntun, áhættugreiningu og þátttöku framleiðenda í sameiginlegum verkefnum.
 
Lág tíðni dýrasjúkdóma
 
Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að tíðni dýrasjúkdóma á Íslandi sé lág, sem sé afleiðing þess að ströng löggjöf hafi takmarkað mjög innflutning á dýraafurðum – sérstaklega lifandi dýrum. Ísland njóti líka góðs af því, í þessu tilliti, að vera eyja. Þessi staða hafi skapað tækifæri á útflutningi á margvíslega erlenda markaði; meðal annars með lambakjötsafurðir, hrossakjöt, hesta og fiskafurðir. Dýralæknar á Íslandi eru almennt taldir vera vel hæfir og samviskusamir, þótt ákveðinn skortur sé á þeim og þeim sem sérhæfðir eru. Því hafi verið erfitt að laða íslenska dýralækna til starfa hjá Matvælastofnun, en einnig spili inn í að laun séu ekki eftirsóknarverð sem í boði eru – eða starfsumhverfi. 
 
OIE bendir á að vinnuálag hafi aukist á dýralækna og því hafi þurft að forgangsraða vinnu. Þannig hafi ekki náðst að sinna öllum starfssviðunum nægilega vel. Fjárskortur hefur til dæmis valdið takmörkunum á því að hægt sé að viðhalda varnarlínum á milli beitarhólfa. Hann hefur einnig takmarkað þjálfun starfsmanna, símenntun – og komið í veg fyrir fundar- og ráðstefnuferðir til útlanda. 
 
Áhersla á löggjöf um matvæli og velferð dýra
 
Vegna þess að Matvælastofnun hefur þurft að forgangsraða verkefnum hefur verið lögð aðaláhersla á að innleiða nýja matvælalöggjöf og nýja löggjöf um velferð dýra. Það hefur verið á kostnað áhættugreiningar og samsvarandi eftirlits með dýraheilbrigði. Þess er þó getið að fleira starfsfólk starfi í eftirliti með dýraheilbrigði en í matvæla- og fóðureftirliti.  
 
Áhætta á kúariðusmiti á Íslandi er talin vera óveruleg. Fram kemur í skýrslunni að til séu eftirlitsáætlanir fyrir fjölda sjúkdóma eins og riðu, salmonellu og kampýlóbakter. Eftirlitsáætlanirnar eru taldar vera góðar, en fáir framandi sjúkdómar hafa komið fram.
 
Áskorun að halda hæfum dýralæknum í landinu
 
Helstu áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir séu að halda hæfum dýralæknum í landinu og laða til sín nýja. Mikilvægt sé að viðhalda lágri tíðni dýrasjúkdóma í landinu, þrátt fyrir að meira sé flutt inn af dýraafurðum og aukinn fjölda ferðamanna. Þetta þýðir að bæta verður eftirlit og viðbúnaðaráætlanir, auka meðvitund um sjúkdóma og æfa sviðsetningu á sjúkdómstilfellum sem gætu komið upp. Allir hagsmunaaðilar þurfi að vinna betur saman til að sjúkdómavarnirnar gagnvart búfé – og öðrum hlekkjum í fæðukeðjunni – verði skilvirkari.  
 
Þá sé mikilvægt að auka meðvitund ferðafólks um hættuna á því að bera smit til landsins, til að lágmarka möguleikana á að stöðu dýraheilbrigðismála í landinu sé stefnt í voða. 
 
Flestar einkunnir góðar
 
Alls voru mældir 46 þættir og eru niðurstöðurnar meðal annars birtar á stigatöfluformi. Í stigatöflunni eru gefnar einkunnir frá 1 og upp í 5 sem er hæsta einkunn. Matvælastofnun fær í flestum tilvikum 3 eða 4 í einkunn en þrír liðir fá hæstu einkunn; þeir snúast um eftirlit með fyrirtækjum, reglugerðir, leyfisveitingar, vottorð og samræmi við önnur lönd. Tveir liðir – sem eru liðir í stjórnkerfi dýralæknamála sem ekki eru til staðar í landinu (Veterinary Statutory Body Authority og Veterinary Statutory Body Capacity) – fá einkunnina 1 og þrír liðir fá einkunnina 2, en þeir snúast um þátttöku framleiðenda í sameiginlegum verkefnum, áhættugreiningu og símenntun.
 
Hægt er að nálgast skýrsluna í gegnum vef Matvælastofnunar, undir Dýraheilbrigði. 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands