Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu í Hannover 2015.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu í Hannover 2015.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. maí 2017

Dráttarvélarisinn John Deere útnefnir Íslyft sem umboðsaðila á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Markaðsmiðstöð dráttarvéla­framleiðandans John Deere á svæði 2 í Mannheim í Þýskalandi sendi frá sér yfirlýsingu 30. mars. Þar var því lýst yfir að Íslyft ehf. sé frá og með þeim degi umboðsaðili fyrirtækisins á Íslandi. 
 
Þar segir einnig að Íslyft hafi verið valið úr hópi nokkurra fyrirtækja sem skoðuð voru. Fyrirtækið hafi verið valið vegna góðrar sögu á markaði og reynslu af þjónustu með vörur fyrir landbúnað og til annarra nota. Íslyft muni því annast alla sölu- og varahlutaþjónustu fyrir John Deere á Íslandi. Þá segir að með beintengingu og aðstoð frá John Deere muni Íslyft geta veitt þjónustu í hæsta gæðaflokki til að sinna þörfum núverandi og framtíðar viðskiptavina John Deere á Íslandi. 
 
Íslyft er með aðstöðu í Vesturvör 32 í Kópavogi. Fyrirtækið er m.a. þekkt fyrir sölu gaffallyftara frá Linde og á skotbómulyfturum frá Merlo. Einnig hefur fyrirtækið annast sölu á ýmiss konar rekstrarvörum. Þá hefur Íslyft  annast sölu á Goupil rafbílum  með góðum árangri. 
 
– Nánar um nýja umboðið á bls. 24 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: John Deere

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...