Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu í Hannover 2015.
John Deere er með mjög breiða framleiðslulínu og dráttarvélar af öllum stærðum. Þessi mynd var tekin á sýningu í Hannover 2015.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. maí 2017

Dráttarvélarisinn John Deere útnefnir Íslyft sem umboðsaðila á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Markaðsmiðstöð dráttarvéla­framleiðandans John Deere á svæði 2 í Mannheim í Þýskalandi sendi frá sér yfirlýsingu 30. mars. Þar var því lýst yfir að Íslyft ehf. sé frá og með þeim degi umboðsaðili fyrirtækisins á Íslandi. 
 
Þar segir einnig að Íslyft hafi verið valið úr hópi nokkurra fyrirtækja sem skoðuð voru. Fyrirtækið hafi verið valið vegna góðrar sögu á markaði og reynslu af þjónustu með vörur fyrir landbúnað og til annarra nota. Íslyft muni því annast alla sölu- og varahlutaþjónustu fyrir John Deere á Íslandi. Þá segir að með beintengingu og aðstoð frá John Deere muni Íslyft geta veitt þjónustu í hæsta gæðaflokki til að sinna þörfum núverandi og framtíðar viðskiptavina John Deere á Íslandi. 
 
Íslyft er með aðstöðu í Vesturvör 32 í Kópavogi. Fyrirtækið er m.a. þekkt fyrir sölu gaffallyftara frá Linde og á skotbómulyfturum frá Merlo. Einnig hefur fyrirtækið annast sölu á ýmiss konar rekstrarvörum. Þá hefur Íslyft  annast sölu á Goupil rafbílum  með góðum árangri. 
 
– Nánar um nýja umboðið á bls. 24 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: John Deere

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...