Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Frá blóðtöku. Afstaða íslenskra stjórnvalda er sú að starfsemin teljist til afurðanýtingar og sé ekki í vísindaskyni.
Frá blóðtöku. Afstaða íslenskra stjórnvalda er sú að starfsemin teljist til afurðanýtingar og sé ekki í vísindaskyni.
Mynd / ghp
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar og heyri því ekki undir tilskipun um dýr sem notuð eru í vísindaskyni.

Fyrr í mánuðinum sendi Eftirlitsstofnun ESA íslenskum stjórnvöldum formlegt áminningarbréf um starfsemi blóðtöku úr fylfullum hryssum. Eftirlitsstofnunin byggir málflutning sinn á því að starfsemin heyri undir tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu er afstaða íslenskra stjórnvalda hins vegar sú að blóðtakan teljist til afurðanýtingar.

Blóðtaka ekki í vísindaskyni

Í áminningarbréfi ESA er því haldið fram að Ísland sé ekki að standa við skuldbindingar samkvæmt tilskipun 2010/63/ESB um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, þar sem afstaða íslenskra stjórnvalda sé sú að blóðtaka úr fylfullum hryssum falli ekki undir umrædda tilskipun.

„Afstaða íslenskra stjórnvalda byggir á því að samkvæmt 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar gildi hún um dýr sem notuð eru eða ætluð til notkunar í tilraunum eða þegar þau eru ræktuð sérstaklega til þess að nota megi líffæri þeirra eða vef í vísindaskyni. Þar sem blóðmerahald og blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist til afurðanýtingar, en er ekki í vísindaskyni, hefur afstaða Íslands verið sú að umrætt búfjárhald falli ekki undir tilskipunina,“ segir í skriflegu svari frá matvælaráðuneytinu.

Tilskipunin gildir ekki um landbúnaðarstarfsemi

Þar kemur fram að ráðuneytið fari nú yfir sjónarmið ESA og meti næstu skref, en málið snúist fyrst og fremst um túlkun á gildissviði regluverks.

Áminningarbréfið kom í kjölfar kvörtunar sautján félagasamtaka sem Eftirlitsstofnuninni barst í apríl árið 2022, en félagasamtökin telja starfsemi blóðtöku úr fylfullum hryssum til framleiðslu á PMSG/ eCG hormóni hér á landi andstæð ákvæðum EES samningsins.

Bréfið er upphaf að hugsanlegri málsókn eftirlitsstofnunarinnar gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir brot á ákvæðum tilskipunar 2010/63/ ESB um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Í 5. mgr. fyrstu greinar tilskipunarinnar segir að hún gildi ekki um landbúnaðarstarfsemi.

Íslensk stjórnvöld hafa nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en stofnunin ákveður hvort málið verði tekið lengra.„Hvað blóðmerahaldið varðar þá var gefin út reglugerð í ágúst 2022 sem miðar að því að tryggja velferð og heilbrigði allra hryssa sem nýttar eru til blóðtöku. Reglugerðin gildir í þrjú ár og verður gildistími hennar nýttur til að fylgjast með og leggja mat á framtíð starfseminnar,“ segir enn fremur í skriflegu svari frá matvælaráðuneytinu.

Sjö áminningarbréf á ári

Eftirlitsstofnun ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í íslenskan rétt og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnunin getur tekið upp mál að eigin frumkvæði eða vegna kvörtunar frá einhverju EES-ríkjanna, stofnunum ESB eða einkaaðilum.

Á síðastliðnu ári hefur eftirlitsstofnunin sent íslenska ríkinu sjö formleg áminningarbréf.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...