Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Deilt er um dýravelferð
Mynd / Pixabay
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelferðar verði áfram undir Matvælastofnun og vilja að hún verði óháð stjórnsýslu matvælaeftirlits. Þeir segja að sein eða engin viðbrögð við dýraníði séu dæmi um vanhæfi stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum.

Lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sem jafnframt situr í Fagráði um velferð dýra fyrir hönd samtakanna, telur það að kljúfa dýravelferð frá Matvælastofnun hins vegar ekki skynsamlegt eða til þess fallið að styrkja velferð dýra. Innan stofnunarinnar sé yfirgripsmikil sérþekking og önnur starfsemi stofnunarinnar eigi mikla samleið með dýravelferð.

Dýraverndarsambandið leggur til að stofnuð verði sérstök Dýravelferðarstofa sem heyri undir ráðuneyti umhverfismála. Væri þannig klippt á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar og henni gert hærra undir höfði. Til vara er lagt til að setja dýravelferð undir nýstofnaða Náttúruverndarstofnun, sem nú þegar hafi víðtækt hlutverk til verndar líffræðilegri fjölbreytni og sjái um stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum.

Lögfræðingur Bændasamtakanna segir málaflokknum stýrt með ágætum hjá Matvælastofnun og ekki ástæða til að ætla að betur yrði að verki staðið annars staðar.

Sjá nánar á bls 20 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: dýravelferð

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...