Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Deilt er um dýravelferð
Mynd / Pixabay
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelferðar verði áfram undir Matvælastofnun og vilja að hún verði óháð stjórnsýslu matvælaeftirlits. Þeir segja að sein eða engin viðbrögð við dýraníði séu dæmi um vanhæfi stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum.

Lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sem jafnframt situr í Fagráði um velferð dýra fyrir hönd samtakanna, telur það að kljúfa dýravelferð frá Matvælastofnun hins vegar ekki skynsamlegt eða til þess fallið að styrkja velferð dýra. Innan stofnunarinnar sé yfirgripsmikil sérþekking og önnur starfsemi stofnunarinnar eigi mikla samleið með dýravelferð.

Dýraverndarsambandið leggur til að stofnuð verði sérstök Dýravelferðarstofa sem heyri undir ráðuneyti umhverfismála. Væri þannig klippt á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar og henni gert hærra undir höfði. Til vara er lagt til að setja dýravelferð undir nýstofnaða Náttúruverndarstofnun, sem nú þegar hafi víðtækt hlutverk til verndar líffræðilegri fjölbreytni og sjái um stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum.

Lögfræðingur Bændasamtakanna segir málaflokknum stýrt með ágætum hjá Matvælastofnun og ekki ástæða til að ætla að betur yrði að verki staðið annars staðar.

Sjá nánar á bls 20 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: dýravelferð

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...