Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Deilt er um dýravelferð
Mynd / Pixabay
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelferðar verði áfram undir Matvælastofnun og vilja að hún verði óháð stjórnsýslu matvælaeftirlits. Þeir segja að sein eða engin viðbrögð við dýraníði séu dæmi um vanhæfi stofnunarinnar til að sinna skyldum sínum.

Lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sem jafnframt situr í Fagráði um velferð dýra fyrir hönd samtakanna, telur það að kljúfa dýravelferð frá Matvælastofnun hins vegar ekki skynsamlegt eða til þess fallið að styrkja velferð dýra. Innan stofnunarinnar sé yfirgripsmikil sérþekking og önnur starfsemi stofnunarinnar eigi mikla samleið með dýravelferð.

Dýraverndarsambandið leggur til að stofnuð verði sérstök Dýravelferðarstofa sem heyri undir ráðuneyti umhverfismála. Væri þannig klippt á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar og henni gert hærra undir höfði. Til vara er lagt til að setja dýravelferð undir nýstofnaða Náttúruverndarstofnun, sem nú þegar hafi víðtækt hlutverk til verndar líffræðilegri fjölbreytni og sjái um stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum.

Lögfræðingur Bændasamtakanna segir málaflokknum stýrt með ágætum hjá Matvælastofnun og ekki ástæða til að ætla að betur yrði að verki staðið annars staðar.

Sjá nánar á bls 20 í nýju Bændablaði.

Skylt efni: dýravelferð

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...