Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
D-vítamínríkir sveppir og móttaka ferðamanna
Líf og starf 6. september 2016

D-vítamínríkir sveppir og móttaka ferðamanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftirspurn eftir sveppum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og innlend framleiðsla sinnir ekki eftirspurn yfir háannatímann. Flúðasveppir eru að prófa sig áfram með nýja gerð af sveppum sem kallast kastaníusveppir og eru fimm sinnum D-vítamínríkari en hefðbundnir sveppir. Fyrirtækið hyggst einnig hasla sér völl við móttöku á ferðamönnum.

Georg Ottósson, eigandi Flúða­sveppa, segir að sala á sveppum gangi vel og að hún hafi aukist talsvert með auknum fjölda ferðamanna til landsins. „Nú er svo komið að yfir mesta ferðamannatímann er langt frá því að við náum að anna eftirspurn. Við finnum aukninguna meðal annars í aukinni sölu til veitingahúsa og svo kaupa túristarnir líka talsvert af sveppum í verslunum.

Það sem er helst nýtt í framleiðsluferlinu hjá okkur er að við erum að bjóðum niðursneidda sveppi fyrir veitingahús og þá mest pitsustaði og í neytendaumbúðum fyrir fólk sem vill spara sér þá vinnu að skera sveppina niður.“

Samdráttur vegna nýrrar tækni

Að sögn Georgs hefur fyrirtækið verið að prófa sig áfram með nýja tækni sem tengist framleiðslunni á rotmassanum sem sveppirnir vaxa í.

„Við byggðum nýtt hús undir framleiðsluna fyrir tveimur árum en erum fyrst núna að ná almennilegum tökum á henni. Ræktunin dróst saman um tíma vegna þessa og það var mikill höfuðverkur hjá mér um tíma, en þar sem ég get verið fjári þrjóskur var ekki inni í myndinni að gefast upp. Málinu lyktaði þannig að ég leitaði mér ráðgjafar í Hollandi og eftir það náðum við tökum á framleiðslunni.

Kosturinn við nýju framleiðsluaðferðina er að hún er mun umhverfisvænni en sú sem við notuðum áður. Allt vatn sem notað er í ferlinu er til dæmis betur nýtt vegna endurvinnslu.

Uppistaðan í rotmassanum er hálmur sem við vinnum úr sænsku afbrigði af tröllagrasi, eða strandreyr, sem verður tveggja metra hár og við ræktum sjálfir.“

Sveppir sem D-vítamíngjafi

Önnur nýjung hjá Flúðasveppum á sögn Georgs er ræktun á svokölluðum kastaníusveppum sem innihalda fimm til sex sinnum meira af D-vítamíni en aðrir sveppir á markaði. D-vítamínmagnið í sveppunum er aukið með því að lýsa þá með útfjólubláum geislum á ákveðnum tíma í ræktuninni.

Aðferðin til að auka D-vítamín magnið í sveppunum uppgötvaðist fyrir nokkrum árum við rannsóknir á sveppum í Bandaríkjunum og eru Flúðasveppir einn fyrsti sveppaframleiðandinn í Skandinavíu til að setja slíka sveppi á markað.

„Framleiðsla er enn á frumstigi en ekki er annað að sjá en markaðurinn taki vel á móti þessum sveppum.“
Hefur hug á að taka á móti ferðamönnum

Georg segir að eitt af því sem hann hafi í huga að gera á næsta ári sé að opna Flúðasveppi fyrir túrista.
„Hingað til hef ég neitað að taka á móti hópum af erlendum ferðamönnum í stöðina.

Ég hef aftur á móti tekið á móti íslenskum hópum og kynnt þeim fyrirtækið og framleiðsluna. Fjölgun ferðamanna á landinu er svo gríðarleg að það er nánast óhjákvæmilegt annað en að skoða þá möguleika sem slíkt býður.

Við erum ekki í nema 20 kílómetra fjarlægð frá Gullfossi og Geysi og það eru margir áhugasamir um að koma með hópa hingað. Hér er húsnæði sem hægt er að breyta í móttökusal þar sem hægt er að taka á móti hópum og bjóða þeim upp á bestu sveppasúpu í Evrópu og vonandi í heiminum,“ segir Georg og hlær.

„Hugmyndin er samhliða því að vera með fræðslu um framleiðsluna og hvað sé hægt að matreiða úr sveppum, svo dæmi sé tekið.

Mér dettur í hug að samhliða sé hægt að vera með nokkrar folalds­merar í girðingu sem fólk getur fengið að skoða og klappa.

Hugmyndin er reyndar enn á frumstigi og hún á því eftir að þroskast og þróast. Það er vöntun á afþreyingu hér og þetta er ekki galnari hugmynd en hver önnur segir Georg Ottósson hjá Flúðasveppum.
 

Skylt efni: Flúðasveppir

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...