Flúðasveppir ekki seldir
Georg Ottósson hafði til skoðunar að selja allan sinn rekstur í vor, en eftir miklar viðræður náðu samningsaðilar ekki saman. Hann er eigandi Flúðasveppa, sem er stærsti svepparæktandi landsins, og Flúðajörfa, sem stundar ylrækt og útirækt á grænmeti.


