Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 28. september 2017

Costco lengir geymsluþolið með réttri hitastýringu

Höfundur: smh
Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco fyrir Bretland og Ísland, segir að í reglum um lífræna vottun í Bretlandi – sem gildi einnig um allt sem er ræktað annars staðar og kemur til landsins – sé ekki leyft að meðhöndla grænmeti og ávexti eftir uppskeru þannig að það lengi geymsluþolið. 
 
Steve Barnett.
Bændablaðið sendi fyrirspurn til hans til að fá upplýsingar um hvort Costco beitti einhverjum sérstökum að­ferðum til að lengja líftíma hins lífrænt vottaða grænmetis og ávaxta sem Costco selur í verslun sinni á Íslandi. Steve Barnett segir að allir þeir framleiðendur lífrænt vottaðra vara sem Costco er í viðskiptum við lúti ströngu regluverki og séu teknir út árlega af The Soil Association, sem er eftirlitsaðili í Bretlandi. 
 
Costco rannsakar fersku vörurnar
 
Hann segir að Costco sinni sjálft eigin rannsóknum á öllum ferskum vörum, lífrænt vottuðum sem öðrum, og athuga hvort leifar skordýraeiturs finnast í þeim. Þá sé fyrirtækið sjálft undir árlegu eftirliti af hálfu The Organic Food Federation. „Það er fylgst gaumgæfilega með öllum vörum sem fluttar eru til Íslands. Í því skyni höfum við sett upp kerfi sem kallast Cold Chain Visibility Program og notum til þess búnað sem heitir Sensitech TempTale® RF monitors til að fylgast með öllum flutningum. Þessi búnaður gerir okkur fært að halda aðstæðum ákjósanlegum og kjörhita – og þannig lengja líftíma varanna,“ segir Steve Barnett.
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...