Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 28. september 2017

Costco lengir geymsluþolið með réttri hitastýringu

Höfundur: smh
Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco fyrir Bretland og Ísland, segir að í reglum um lífræna vottun í Bretlandi – sem gildi einnig um allt sem er ræktað annars staðar og kemur til landsins – sé ekki leyft að meðhöndla grænmeti og ávexti eftir uppskeru þannig að það lengi geymsluþolið. 
 
Steve Barnett.
Bændablaðið sendi fyrirspurn til hans til að fá upplýsingar um hvort Costco beitti einhverjum sérstökum að­ferðum til að lengja líftíma hins lífrænt vottaða grænmetis og ávaxta sem Costco selur í verslun sinni á Íslandi. Steve Barnett segir að allir þeir framleiðendur lífrænt vottaðra vara sem Costco er í viðskiptum við lúti ströngu regluverki og séu teknir út árlega af The Soil Association, sem er eftirlitsaðili í Bretlandi. 
 
Costco rannsakar fersku vörurnar
 
Hann segir að Costco sinni sjálft eigin rannsóknum á öllum ferskum vörum, lífrænt vottuðum sem öðrum, og athuga hvort leifar skordýraeiturs finnast í þeim. Þá sé fyrirtækið sjálft undir árlegu eftirliti af hálfu The Organic Food Federation. „Það er fylgst gaumgæfilega með öllum vörum sem fluttar eru til Íslands. Í því skyni höfum við sett upp kerfi sem kallast Cold Chain Visibility Program og notum til þess búnað sem heitir Sensitech TempTale® RF monitors til að fylgast með öllum flutningum. Þessi búnaður gerir okkur fært að halda aðstæðum ákjósanlegum og kjörhita – og þannig lengja líftíma varanna,“ segir Steve Barnett.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...