Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Frá grænmetis- og ávaxtadeildinni í Costco á Íslandi.
Mynd / smh
Fréttir 28. september 2017

Costco lengir geymsluþolið með réttri hitastýringu

Höfundur: smh
Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco fyrir Bretland og Ísland, segir að í reglum um lífræna vottun í Bretlandi – sem gildi einnig um allt sem er ræktað annars staðar og kemur til landsins – sé ekki leyft að meðhöndla grænmeti og ávexti eftir uppskeru þannig að það lengi geymsluþolið. 
 
Steve Barnett.
Bændablaðið sendi fyrirspurn til hans til að fá upplýsingar um hvort Costco beitti einhverjum sérstökum að­ferðum til að lengja líftíma hins lífrænt vottaða grænmetis og ávaxta sem Costco selur í verslun sinni á Íslandi. Steve Barnett segir að allir þeir framleiðendur lífrænt vottaðra vara sem Costco er í viðskiptum við lúti ströngu regluverki og séu teknir út árlega af The Soil Association, sem er eftirlitsaðili í Bretlandi. 
 
Costco rannsakar fersku vörurnar
 
Hann segir að Costco sinni sjálft eigin rannsóknum á öllum ferskum vörum, lífrænt vottuðum sem öðrum, og athuga hvort leifar skordýraeiturs finnast í þeim. Þá sé fyrirtækið sjálft undir árlegu eftirliti af hálfu The Organic Food Federation. „Það er fylgst gaumgæfilega með öllum vörum sem fluttar eru til Íslands. Í því skyni höfum við sett upp kerfi sem kallast Cold Chain Visibility Program og notum til þess búnað sem heitir Sensitech TempTale® RF monitors til að fylgast með öllum flutningum. Þessi búnaður gerir okkur fært að halda aðstæðum ákjósanlegum og kjörhita – og þannig lengja líftíma varanna,“ segir Steve Barnett.
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...