Elsta starfandi lífrænt vottaða garðyrkjustöðin
Gróðurhúsið Bjarkarás í Fossvoginum í Reykjavík var byggt af Ási styrktarfélagi 1991 og tekið í notkun 1993. Það fékk lífræna vottun frá Túni árið 1996 en það tekur að jafnaði 3 ár í aðlögun að fá slíka vottun. Gróðurhúsið var með fyrstu stöðvunum til að fá slíka vottun.





