Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Clayton & Shuttleworth – skutu niður Rauða baróninn
Á faglegum nótum 28. september 2015

Clayton & Shuttleworth – skutu niður Rauða baróninn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1842 stofnuðu verkfræðingarnir og mágarnir Nathaniel  Clayton og  Joseph Shuttleworth félag í Lincoln- skíri á Bretlandseyjum sem hafði að markmiði að framleiða beltagufuvélar.

Reksturinn gekk vel frá upphafi og árið 1849 hófu þeir einnig framleiðslu á þreskivélum og áður en langt um leið var fyrirtækið orðið leiðandi í framleiðslu gufu- og þreskivéla. Auk þess að selja tækin undir eigin nafni seldu þeir einnig vélar til annarra framleiðenda sem merktu þær með eigin vörumerki.

Útibú í fimm löndum

Salan á gufuvélunum var svo góð að árið 1851 seldust 200 stykki. Árið 1857 var framleiðslan komin í 2.400 og árið 1890 framleiddi Clayton & Shuttleworth 26 þúsund gufuvélar og 24 þúsund þreskivélar. Þegar best lét voru starfsmenn fyrirtækisins í Lincoln-skíri 1.200 og það með starfsstöðvar í Austurríki, Ungverjalandi, Tékklandi og Úkraínu.
Sex kílómetrar á klukkustund niður í móti

Fyrirtækið hóf framleiðslu á beltadráttarvélum með sprengihreyfli árið 1911. Fyrstu tvær vélarnar á markað frá þeim voru stórar. Önnur fjögurra strokka, 80 hestöfl og gekk fyrir steinolíu en hin 90 hestöfl og fjögurra strokka en gekk fyrir dísilolíu. Stærri vélin var aðallega hugsuð til að draga þunga plóga. Báðir traktorarnir voru fremur hægfara og náðu einungis sex kílómetra hraða á klukkustund við bestu skilyrði og það helst niður í móti.

„Sporttýpan“

Ekki liðu nema fimm ár þar til uppfærsla var sett á markað, beltavél sem kallaðist Clayton Chain Rail Tractor. Sú vél var hundrað hestöfl og hálfgerður kappakstursbíll og sporttýpa í samanburði við eldri vélarnar og náði 11 kílómetra hraða á klukkustund á jafnsléttu. Stýrishjólið skagaði fram undan vélahúsinu og var úr járni auk þess sem hægt var að bremsa hvoru belti fyrir sig og snúa vélinni á punktinum þannig.

Salan á traktorunum gekk ekki sem skyldi og Marshall vélaframleiðandinn tók við þeim hluta framleiðslu Clayton & Shuttleworth árið 1926 og var framleiðslu þeirra hætt tveimur árum seinna.

Flugvélasmíði

Fyrirtækið var engan veginn af baki dottið þrátt fyrir að illa gengi með traktorana. Árið 1916 hafði það landað samningi sem fól í sér framleiðslu á varahlutum fyrir breska sjóherinn. Við upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri hóf það smíði á flugvélum fyrir breska flugherinn. Fyrsta vélin kallaðist Sopwith Triplane enda þrívængja. Sú þótti ekki sérlega góð og einungis 49 slíkar fóru í loftið. Auk minni flugvéla framleiddi fyrirtækið einnig Handley Page týpu O sem var á sínum tíma stærsta sprengjuflugvél sem framleidd var á Bretlandseyjum.

Eftir að framleiðslu þrívængjunnar var hætt hófst smíði á Sopwith Camel en sú gerð var aðallega þekkt fyrir að hafa skotið niður Fokker-þrívængju þýska flugmannsins Manfred von Richthofen, eða Rauða barónsins eins og hann var kallaður. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...