Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu
Á faglegum nótum 2. október 2014

Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu Chamberlain-traktor­arnir komu á markað árið 1949. Það ár smíðuðu feðgar, faðir og tveir synir, ellefu dráttarvélar í yfirgefinni skotfæraverksmiðju og notuðu ættarnafn sitt til að markaðssetja framleiðsluna.

Í upphafi gengu traktorarnir fyrir tvígengisvél sem brenndi steinolíu og hönnuð var af Phil Irving sem seinna gat sér gott orð fyrir hönnun á vélum fyrir mótorhjól. Steinolíuvélin í Chamberlain-traktorunum reyndist ekki vel og og árið 1952 var skipt yfir í dísilvél. Við tóku vélar frá General Motors og voru þær notaðar í allar stærri týpur fram til 1967.

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hóf Chamberlain að framleiða minni traktora með Perkins-vél. Vélarnar voru þriggja gíra og með háu og lágu drifi og nutu gríðarlegra vinsælda og seldust yfir 20.000 slíkar á næstu 20 árum.

Dæmi um þrautseigju Perkins-vélanna er að árið 1955 tók ein slík þátt í rúmlega 9.600 kílómetra Ástralíurallíi þar sem hún kom 30 öðrum traktorum til bjargar sem höfðu fest sig í sandi eða bilað. Tveimur árum seinna var sama Chamberlain-traktornum ekið tæplega 18 þúsund kílómetra á ellefu dögum. Góð ending það.

Meðalframleiðsla fyrirtækisins var 3000 dráttarvélar á ári sem taldist lítið á þeim tíma. Árið 1970 keypti landbúnaðartækjaframleiðandinn John Deere 49% hlut í Chamberlain og var þá farið að nota sams konar vélar í báðar gerðir dráttarvéla. Árið 1986 tók John Deere alfarið við rekstrinum. Skömmu seinna var framleiðslu Chamberlain-traktora hætt þrátt fyrir að framleiðsla á varahlutum í eldri vélar héldi áfram í nokkur ár.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara