Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Challenger á heimsmetið í herfingu
Á faglegum nótum 2. október 2018

Challenger á heimsmetið í herfingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undir lok þar síðustu aldar voru Bandaríkjamennirnir Benjamin Holt og Daniel Best að gera, hvor í sínu lagi, tilraunir með gufuvélar til notkunar í landbúnaði. Báðir urðu þeir síðar frumkvöðlar í hönnun og smíði bensín- dísilknúinna dráttarvéla.

Á þeim árum sem Holt og Best voru að ströggla við gufuvélar voru slík tæki allt í senn stór, þung og klunnaleg. Iðulega kom fyrir að þunglamalegir og gufuknúnir traktorar festust og stóðu fastir í blautum jarðvegi í marga daga áður en tókst að ná þeim upp. Til að leysa þetta vandamál stakk Holt upp á að í stað dekkja yrðu sett belti undir dráttarvélarnar og yfirborðssnerting þeirra við jarðveginn aukin verulega.

Fyrsta beltagufudráttarvélin var reynd 1904 og þótti standa hefðbundnum hjólavélum mun framar í blautum og lausum jarðvegi. Nokkrum árum seinna var fyrsti bensínknúni traktorinn á beltum framleiddur og fékk hann nafnið Caterpillar.

Um svipað leyti stofnaði C. L. Best, sonur Daniels Best, fyrirtæki sem ætlað var að framleiða bensínknúnar dráttarvélar á hjólum en hóf þegar að prófa sig áfram með beltavélar. Fyrsta beltavélin frá fyrirtæki Best-feðga var 75 hestöfl og fékk heitið CLB Tracklayer og þótti á ýmsan hátt nýstárleg og var meðal annars útfærð sem skriðdreki.

Samruni Best Tractor Co. og Caterpillar Tractor Co.

Árið 1925 runnu Best Tractor Co. og Caterpillar Tractor Co. í eina sæng undir heiti Caterpillar og hóf fljótlega framleiðslu á dísilknúnum dráttarvélum í stærri kantinum.


Challanger á markað

Undir lok níunda áratugar setti fyrirtækið á markað dráttar­vélar undir heitinu Challanger. Dráttar­vélin var hönnuð með það í huga að fljóta sem mest á jarðveginum. Næstu árin setti fyrirtækið á markað sífellt stærri og tæknilega endurbættari útgáfur af Challanger dráttar­vélum og var Challenger MT875B þeirra öflugastur, 570 hestöfl.

AGCO kaupir Challander

Árið 2002 keypti AGCO framleiðslu­réttinn að Challenger dráttarvélum. Fyrstu árin eftir kaupin framleiddi fyrirtækið nokkra týpur af stórum Challanger dráttarvélum, eins og MT600C, MT500B, MT400B, MT500B, MT600C og MT900C auk Spra-Coupe 4000, Terra-Gator 2244 og 3244 sem allar seldust vel bæði innan og utan Bandaríkjanna.

Árið 2007 setti týpan MT875B, sem framleidd var að AGCO, nýtt heimsmet í herfingu á flatarmáli lands á einum sólarhring. Alls 644 hektara og eyddi að meðaltali 4,42 lítrum af dísil á hektara.

X-Edition MT800E Limited er öflugasta týpan af Challanger til þessa 600 hestöfl.

Í dag framleiðir AGCO Challanger stórar og öflugar dráttarvélar sem eru fáanlegar annaðhvort á hjólum eða beltum, allt eftir ósk kaupandans. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...