Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Cassani - fyrsta dísil- dráttarvélin í heimi
Á faglegum nótum 4. júní 2018

Cassani - fyrsta dísil- dráttarvélin í heimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Francesco Cassani var undrabarn og frumkvöðull þegar kom að hönnun og smíði dráttarvéla. Tvítugur smíðaði hann fyrstu dísildráttarvélina ásamt bróður sínum. Árið 1942 stofnuðu þeir SAME sem í dag er hluti af SAME Deutz-Fahs, eins stærsta dráttarvélaframleiðanda í heimi.

Þrátt fyrir að Francesco Cassani sé ekki jafnþekkt nafn og Harry Ferguson og Henry Ford í heimi dráttarvélaframleiðslu var hann undrabarn og frumkvöðull þegar kom að vélahönnun og smíði dráttarvéla.
Árið 1942 stofnuðu ítölsku bræðurnir Francesco og Eugenio Cassani dráttarvélaframleiðslu­fyrirtækið Società Accomandita Motori Endotermici, skammstafað SAME.
Smíðaði fyrstu dísildráttarvélina tvítugur

Francesco fæddist skömmu eftir aldamótin 1900 og fyrsti mótorinn sem hann smíðaði var flugvélamótor. Tæplega tvítugur að aldri hóf hann að gera tilraunir með dísilvélar sem var það nýjasta nýja á þeim tíma. Bræðurnir smíðuðu sinn fyrsta traktor 1927 sem fékk heitið Cassani 40. Jafnframt því að vera fyrsta ökutæki með dísilvél sem smíðað var utan Þýskalands var það fyrsta dísildráttarvélin.

Vélin var tveggja strokka á fjórum stálhjólum, 40 hestöfl við 550 snúninga á mínútu. Traktorinn var fjögurra gíra, þrír áfram og einn aftur á bak og náði fimmtán kílómetra hámarkshraða.

Aðdragandi SANE

Bræðurnir hófu að kanna möguleikann á að fjöldaframleiða dráttarvélar árið 1942 og sama ár stofnuðu þeir SAME. Þremur árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, 1948, settu þeir fyrstu dráttarvélina á markað, þriggja hjóla smátraktor sem kallaðist Trattorino Universale.

Traktorinn þótti ódýr og fjölhæfur en klunnalegur í notkun. Vélin var tíu hestöfl og gekk fyrir parafíni og með einfalda lyftu. Trattorino Universale var fyrsti traktorinn í heimi með snúningssæti fyrir ökumanninn.
Árið 1952 setti fyrirtækið á markað fyrstu fjórhjóladrifnu dísildráttarvélina, DA 25. Sú dráttarvél var tveggja strokka, 25 hestöfl og loftkæld. Sex árum síðar kynnti fyrirtækið til leiks beltadráttarvél sem byggði á grunnhugmynd Ferguson.

Francesco bar mikla virðingu fyrir Harry Ferguson og leit reyndar á hann sem sinn eina keppinaut þegar kom að hönnun og smíð dráttarvéla.

Útþensla SANE

Snemma á áttunda áratug síðustu aldar keypti SANE traktorsdeild Lambourghini. Árið 1979 bættist svissneski dráttarvélaframleiðandinn Hürlimann í safnið og nafni SAME breytt í SAME-Lambourghini- Hürlimann, skammstafað SLM.

Rekstrarerfiðleikar

Efnahagssamdrátturinn á níunda áratug síðustu aldar reyndist SLM erfiður en fyrirtækið stóð þrengingarnar af sér.

Snemma árs 1995 keypti SLM þýska dráttarvélaframleiðandann Deutz-Farh og var nafni SLM breytt í SDF, SAME Deutz-Farh.

Í dag er SDF einn stærsti dráttarvélaframleiðandi í heimi. Það framleiðir dráttarvélar víða um heim og er með söluskrifstofur víða, þar á meðal á Íslandi.

Haft er eftir Francecco Cassini að SAME hafi ekki verið stofnað til að græða peninga heldur til að færa Ítalíu virtan iðnað. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...