Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveinn A. Sæland, fráfarandi formaður, óskar Gunnari Þorgeirssyni, nýjum formanni, til hamingju. Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökunum klappar.
Sveinn A. Sæland, fráfarandi formaður, óskar Gunnari Þorgeirssyni, nýjum formanni, til hamingju. Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökunum klappar.
Mynd / Katrín María Andrésdóttir
Fréttir 5. maí 2015

Búvörusamningar og breytingar á félagskerfi

Höfundur: smh
Aðalfundur Sambands garðyrkju­bænda (SG) var haldinn á Hótel Selfossi þann 14. apríl síðastliðinn.
Að sögn Katrínar Maríu Andrésdóttur, framkvæmdastjóra SG, var fundurinn prýðilega sóttur af félögum. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fjölluðu félagsmenn og gestir um fjölmörg mál sem brenna á garðyrkjubændum um þessar mundir.
 
Búvörusamningar og breytingar á félagskerfi bænda
 
„Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra var meðal gesta fundarins og hann fjallaði um þá sýn sem hann hefur á endurnýjun búvörusamninga.  Sigurður sagði að horft væri til þess að gera búvörusamning til 10–15 ára svo tryggja megi aukinn stöðugleika í rekstrarumhverfi landbúnaðarins,“ segir Katrín María.
 
„Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ), kynnti fundarmönnum þær breytingar sem eru í farvatninu varðandi félagskerfi bænda, meðal annars nýtt fyrirkomulag á félagsgjöldum til BÍ, sem staðfestar voru á síðasta Búnaðarþingi sem haldið var í mars síðastliðnum. Líflegar umræður sköpuðust um þessi mál sem hafa ríkuleg áhrif á starfsumhverfi garðyrkjubænda.“
 
Nýr garðyrkjuráðunautur
 
„Þá kynntu fulltrúar Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins drög að þrepaskiptum þjónustu­samningum sem garðyrkjubændum standa til boða, en síðustu misseri hefur verið unnið að þróun þeirra í samráði við bændur.  Ætlunin er að þjónustan taki í auknum mæli mið af ólíkum þörfum í ræktun og framleiðslu og verði í raun sérsniðin eins og best hentar hverjum notanda. Fyrirhugað er að fram fari nánari kynning á þjónustunni.  Helgi Jóhannesson kynnti sig fyrir fundarmönnum, en hann mun taka til starfa sem garðyrkjuráðunautur í byrjun maí.
 
Framleiðnisjóður landbúnaðarins tekur við umsjón þróunarstuðnings
 
Katrín María segir Þórhildi Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hafa á fundinum kynnt þær breytingar sem urðu um síðustu áramót þegar sjóðurinn tók við umsjón með ráðstöfun framlaga – af SG – til kynningarverkefna, rannsókna, tilrauna, vöruþróunarverkefna og endurmenntunar. „Framvegis skal umsóknum um framangreinda þætti skilað til Framleiðnisjóðs, sem afgreiðir þær að undangengnu mati fagráðs í garðyrkju.  Í fagráðinu sitja fulltrúar SG og BÍ en nánari upplýsingar og verklagsreglur um ráðstöfun framlaga má nálgast á vefsíðu Framleiðnisjóðs www.fl.is.“
 
Gunnar Þorgeirsson tekur við formennsku af Sveini A. Sæland
 
Á fundinum var kjörin ný stjórn SG. Sveinn A. Sæland, sem verið hefur formaður SG síðustu ár, hvarf úr stjórn ásamt Vernharði Gunnarssyni. Nýr formaður var kjörinn Gunnar Þorgeirsson í Ártanga.  Aðrir í stjórn eru Helga Ragna Pálsdóttir, Óskar Kristinsson, Sigrún Pálsdóttir og Þorleifur Jóhannesson.

42 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...