Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Búvörulögin á dagskrá Alþingis
Fréttir 17. maí 2016

Búvörulögin á dagskrá Alþingis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búvörulögin eru á dagskrá Alþingis á fundi sem hófst klukkan 13.30 í dag. Lögin eru stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í samantekt vegna umræðunnar segir að markmið búvörulaganna sé að styðja innlenda landbúnaðarframleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar
Lagabreytingarnar sem frumvarpið hefurí för með sér tengjast fjórum rammasamningum, þ.e. um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga fyrir garðyrkju, sauðfjárrækt og nautgriparækt.

Helstu breytingarnar snúa að nautgriparækt en þar verður vægi greiðslna út á innvegna mjólk auk gripagreiðslna aukið en á móti mun vægi greiðslna út á greiðslumark verða þrepað niður og núverandi opinber verðlagning á mjólk felld niður.

Í sauðfjárrækt verður vægi gæðastýringar aukið og greiðslur út á greiðslumark þrepaðar niður á móti. Tekinn verður upp býlisstuðningur á árinu 2018 en honum er einkum ætlað að styðja við fjölskyldubú og gripagreiðslur árið 2020.

Breytingar á lögum og tengd mál
Breyta á búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998 auk lítilsháttar breytinga á tollalögum nr.80/2005.

Kostnaður og tekjur
Gert er ráð fyrir 12,8 milljarða útgjöldum í ár en ríflega 13,5 milljarða árlegum útgjöldum árin 2017-2019 gangi lögin í gegn.
 

Skylt efni: Alþingi

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...