Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búvörulögin á dagskrá Alþingis
Fréttir 17. maí 2016

Búvörulögin á dagskrá Alþingis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búvörulögin eru á dagskrá Alþingis á fundi sem hófst klukkan 13.30 í dag. Lögin eru stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í samantekt vegna umræðunnar segir að markmið búvörulaganna sé að styðja innlenda landbúnaðarframleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar
Lagabreytingarnar sem frumvarpið hefurí för með sér tengjast fjórum rammasamningum, þ.e. um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga fyrir garðyrkju, sauðfjárrækt og nautgriparækt.

Helstu breytingarnar snúa að nautgriparækt en þar verður vægi greiðslna út á innvegna mjólk auk gripagreiðslna aukið en á móti mun vægi greiðslna út á greiðslumark verða þrepað niður og núverandi opinber verðlagning á mjólk felld niður.

Í sauðfjárrækt verður vægi gæðastýringar aukið og greiðslur út á greiðslumark þrepaðar niður á móti. Tekinn verður upp býlisstuðningur á árinu 2018 en honum er einkum ætlað að styðja við fjölskyldubú og gripagreiðslur árið 2020.

Breytingar á lögum og tengd mál
Breyta á búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998 auk lítilsháttar breytinga á tollalögum nr.80/2005.

Kostnaður og tekjur
Gert er ráð fyrir 12,8 milljarða útgjöldum í ár en ríflega 13,5 milljarða árlegum útgjöldum árin 2017-2019 gangi lögin í gegn.
 

Skylt efni: Alþingi

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...