Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Nútímalegt eggjabú á Íslandi þar sem varphænur eru í lausagöngu.
Fréttir 13. febrúar 2024

Búrhænsnabúskap lokið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eftir úttektir Matvælastofnunar hjá eggjabændum í desember er ljóst að búrhænsnabúskapur á Íslandi hefur lagst af.

Frá 1. júlí 2023 hefur eggjabændum verið óheimilt að halda varphænur sínar í búrum. Í eftirlitsferðum Matvælastofnunar í haust kom hins vegar í ljós að varphænur voru enn í búrum á tveimur stöðum. Stofnunin krafðist úrbóta á þessum tveimur stöðum og þegar kröfunum var fylgt eftir í desember varð ljóst að eigendurnir hefðu brugðist við þeim með réttum hætti. Í umfjöllun Matvælastofnunar um þessi tímamót á vef sínum kemur fram að með gildistöku reglugerðar um velferð alifugla árið 2015 hafi eggjabændum verið gefinn sjö ára frestur til að breyta varphúsum sínum með hefðbundnum búrum í varphús með innréttuðum búrum.

„Frestur til að hætta notkun á þeim var tvívegis framlengdur en ákvæðið tók endanlega gildi þann 1. júlí 2023. Á þeim rúmlega átta árum hættu nokkrir eggjabændur framleiðslu í stað þess að breyta húsunum, aðrir breyttu varphúsum í lausagönguhús. Enginn eggjabóndi ákvað að taka í notkun innréttuð búr,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar.

Allar varphænur á landinu hafa því í dag möguleika á því að geta krafsað í undirburðinn og sandbaðað sig í lausagönguhúsum, sem hænum er eðlislægt, og hænurnar geta orpið í varpkössum. Auk þess eru nú setprik í öllum búum í hæfilegri hæð frá jörðu þar sem hænurnar geta hvílt sig í friði.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...