Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Mynd / HKr
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé. Riða hefur ekki greinst í geitum hér á landi en hún hefur greinst í geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum.
„Sem betur fer eru ekki mörg tilfelli þar sem geitur eru á bæjum þar sem riða hefur komið upp.“

Samkvæmt upplýsingum frá MAST er búið að aflífa 38 geitur og kið í niðurskurðinum vegna riðu í Tröllaskagahólfi. Að sögn Jóns hefur fram til þessa ekki greinst riða í íslenskum geitum. Sjúk­dómurinn hefur fundist í geitum í Banda­ríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Geitfé sett undir sama hatt og sauðkindur í lögum og reglum

Geitfé flokkast undir sömu lög og reglur og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem riðuveiki hefur komið upp. Í reglugerð frá 2001 segir: „Reglugerðin fjallar um riðuveiki í sauðfé en ákvæði hennar taka einnig til riðuveiki í geitum og öðrum dýrategundum.”


Í þriðju grein reglugerðarinnar segir einnig:
„Ef riðuveiki er staðfest leggur yfirdýralæknir til við landbúnaðarráðherra að viðkomandi hjörð verði lógað hið fyrsta.”


Áhyggjur af litlum geitastofni

Anna María Flygenring, formaður Geit­fjár­ræktarfélags Íslands, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1.500 fjár og því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu.

Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víð­tækar rannsóknir skorti sárlega.
„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...