Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp.
Mynd / HKr
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé. Riða hefur ekki greinst í geitum hér á landi en hún hefur greinst í geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum.
„Sem betur fer eru ekki mörg tilfelli þar sem geitur eru á bæjum þar sem riða hefur komið upp.“

Samkvæmt upplýsingum frá MAST er búið að aflífa 38 geitur og kið í niðurskurðinum vegna riðu í Tröllaskagahólfi. Að sögn Jóns hefur fram til þessa ekki greinst riða í íslenskum geitum. Sjúk­dómurinn hefur fundist í geitum í Banda­ríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

Geitfé sett undir sama hatt og sauðkindur í lögum og reglum

Geitfé flokkast undir sömu lög og reglur og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem riðuveiki hefur komið upp. Í reglugerð frá 2001 segir: „Reglugerðin fjallar um riðuveiki í sauðfé en ákvæði hennar taka einnig til riðuveiki í geitum og öðrum dýrategundum.”


Í þriðju grein reglugerðarinnar segir einnig:
„Ef riðuveiki er staðfest leggur yfirdýralæknir til við landbúnaðarráðherra að viðkomandi hjörð verði lógað hið fyrsta.”


Áhyggjur af litlum geitastofni

Anna María Flygenring, formaður Geit­fjár­ræktarfélags Íslands, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1.500 fjár og því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu.

Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víð­tækar rannsóknir skorti sárlega.
„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 millj...

Aðalfundur LS 2020
Fréttir 27. nóvember 2020

Aðalfundur LS 2020

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fimmtuda...

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets
Fréttir 26. nóvember 2020

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets

Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Bændasamtök lýsa miklum áhyg...

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni
Fréttir 26. nóvember 2020

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni

Í dag klukkan 15 verður bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts á Facebook-sí...

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för m...

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja
Fréttir 25. nóvember 2020

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja

Dagana 18.–24.nóvember er árleg alþjóðleg vitundarvika um skyn­samlega notkun sý...

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti
Fréttir 24. nóvember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sa...