Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðburður er nú að ná hámarki og frjósemi víða góð. Þessi golsótta ær  karar hér nýborin lömb sín á bænum Syðstu-Fossum í Borgarfirði.
Sauðburður er nú að ná hámarki og frjósemi víða góð. Þessi golsótta ær karar hér nýborin lömb sín á bænum Syðstu-Fossum í Borgarfirði.
Mynd / Unnsteinn Snorri Snorrrason
Fréttir 8. maí 2020

Búfjáreign Íslendinga var samtals um 1,6 milljónir dýra í árslok 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross, en erfiðlega virðist ganga að fá sannar rauntölur um hross frá eigendum þeirra. 
 
Hefur þetta verið viðvarandi vandamál um áraraðir þó reynt hafi verið að gera ýmsar ráðstafanir á undanförnum árum til að lagfæra framkvæmd gagnasöfnunar um hrossaeign.
 
Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross.
 
Samkvæmt haustskýrslum bænda eru hrossin talin vera 54.715 en þeir sem best þekkja til telja þá tölu ekki standast. Því er sett hér inn áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross. Þarna er skekkja upp á 16.285 hross sem hrossaeigendur hljóta sóma síns vegna að leggja áherslu á að koma á hreint. 
 
Tölur um svín sýna einungis gyltur og gelti, enda erfitt að henda reiður á fjölda grísa frá mánuði til mánaðar. Það sama á við um fjölda unga í alifuglaeldi. Í sauðfé er einungis verið að tala um vetrarfóðrað fé, ekki  lömb sem fæðast að vori og er slátrað að hausti. Í loðdýraeldi er líka einungis verið að tala um fullorðin eldisdýr, högna og læður.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...