Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðburður er nú að ná hámarki og frjósemi víða góð. Þessi golsótta ær  karar hér nýborin lömb sín á bænum Syðstu-Fossum í Borgarfirði.
Sauðburður er nú að ná hámarki og frjósemi víða góð. Þessi golsótta ær karar hér nýborin lömb sín á bænum Syðstu-Fossum í Borgarfirði.
Mynd / Unnsteinn Snorri Snorrrason
Fréttir 8. maí 2020

Búfjáreign Íslendinga var samtals um 1,6 milljónir dýra í árslok 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross, en erfiðlega virðist ganga að fá sannar rauntölur um hross frá eigendum þeirra. 
 
Hefur þetta verið viðvarandi vandamál um áraraðir þó reynt hafi verið að gera ýmsar ráðstafanir á undanförnum árum til að lagfæra framkvæmd gagnasöfnunar um hrossaeign.
 
Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross.
 
Samkvæmt haustskýrslum bænda eru hrossin talin vera 54.715 en þeir sem best þekkja til telja þá tölu ekki standast. Því er sett hér inn áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross. Þarna er skekkja upp á 16.285 hross sem hrossaeigendur hljóta sóma síns vegna að leggja áherslu á að koma á hreint. 
 
Tölur um svín sýna einungis gyltur og gelti, enda erfitt að henda reiður á fjölda grísa frá mánuði til mánaðar. Það sama á við um fjölda unga í alifuglaeldi. Í sauðfé er einungis verið að tala um vetrarfóðrað fé, ekki  lömb sem fæðast að vori og er slátrað að hausti. Í loðdýraeldi er líka einungis verið að tala um fullorðin eldisdýr, högna og læður.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...