Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heyi rúllað við Ketubjörg á Skaga.
Heyi rúllað við Ketubjörg á Skaga.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. ágúst 2018

Búast við fyrsta skipi um mánaðamótin

Höfundur: Bjarni Rúnars
Eins og áður hefur verið fjallað um er unnið að því að koma á koppinn heysölu frá Íslandi til Noregs í kjölfar uppskerubrests sem þar hefur orðið í sumar. 
 
Norska matvæla­stofnunin, Mattilsynet, gerði á dögunum breytingar á skilyrðum til innflutnings á þá vegu að nú má selja hey frá þeim bæjum sem hafa verið lausir við riðu og garnaveiki síðustu 10 árin.
Áður fyrr var talað um að varnarhólf bæjarins hafi þurft að vera hreint í 10 ár en eftir endurskoðun eru tækifæri gefin fyrir fleiri að selja hey.
 
Eins og önnur viðskipti innan EES-svæðisins
 
Viðskipti með hey eru meðhöndluð á sama hátt og önnur viðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins. Áður var talað um viðskipti við Ísland sem „þriðja landi“ líkt og Bandaríkin eða Kanada. 
 
Áhætta við að flytja inn hey frá Íslandi er talin miðlungs eða lág á öllu landinu að því gefnu að riða eða garnaveiki hafi ekki greinst á viðkomandi bæ síðustu 10 ár. Enn minni áhætta er svo talin vera á innflutningi frá bæjum þar sem búfjáráburður hefur ekki verið notaður síðustu tvö árin. 
 
Gengur vel að safna saman heyi
 
Í fyrstu er gert ráð fyrir að skip leggist að bryggju á Akureyri og Sauðárkróki. Benedikt Hjaltason segir að útflutningurinn sé alltaf að færast nær því að verða að raunveruleika, en huga þurfi að ótal atriðum. 
„Það er verið að vinna í því að útvega skip og við vonumst til að það komi til landsins rétt eftir mánaðamótin, fyrst á Sauðárkrók og svo á Akureyri í kjölfarið,“ segir Benedikt.
 
Hann segir að söfnun á rúllum hafi gengið vel og nú þegar sé búið að fá vilyrði fyrir 8.000 rúllum á Austurlandi, 6.800 í Þingeyjarsýslu og rúmlega 30.000 á Eyjafjarðarsvæðinu.
 
Ingólfur Helgason hefur umsjón með heysölunni í Skagafirði. Hann tekur undir með Benedikt um að málin séu að þróast í góðan farveg. Umfangið muni ráðast af því hvernig gengur með fyrstu farmana. Búið sé að safna u.þ.b. 15.000 rúllum saman í Skagafirði og nágrenni og unnið verði að því næstu daga að koma þeim að höfninni. 
 
„Ekkert hefur verið ákveðið ennþá um fleiri viðkomustaði en áhugi er fyrir því að að fara inn á Hólmavík og Hvammstanga. Þau mál muni ráðast af því hvernig gengur en áhugi og framboð af heyi er á báðum stöðum,“ segir Ingólfur. 

Skylt efni: heyútflutningur | hey

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun