Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 31. janúar 2017

Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að við endurskoðun á fulltrúum í samráðshópnum hafi sérstaklega verið horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Fulltrúum fjölgað um einn

Fulltrúum í hópnum er fjölgað úr tólf í þrettán. Umhverfisráðherra tilnefndir einn fulltrúa og Félag atvinnurekenda einn, til viðbótar þeim sem þegar voru skipaðir samkvæmt tilnefningu.

Skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði án tilnefningar hefur verið afturkölluð.  Í þeirra stað hefur ráðherra skipað Brynhildi Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismann og starfsmann Neytendasamtakanna og Svanfríði Jónasdóttur.

Fulltrúarnir sem viku voru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir sem var formaður hópsins, Björg Bjarnadóttir og Ögmundur Jónasson.

Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa

Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)

Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)

Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)

Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)

Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)

Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)

Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)

Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)

Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)

Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)

Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...