Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 31. janúar 2017

Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að við endurskoðun á fulltrúum í samráðshópnum hafi sérstaklega verið horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Fulltrúum fjölgað um einn

Fulltrúum í hópnum er fjölgað úr tólf í þrettán. Umhverfisráðherra tilnefndir einn fulltrúa og Félag atvinnurekenda einn, til viðbótar þeim sem þegar voru skipaðir samkvæmt tilnefningu.

Skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði án tilnefningar hefur verið afturkölluð.  Í þeirra stað hefur ráðherra skipað Brynhildi Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismann og starfsmann Neytendasamtakanna og Svanfríði Jónasdóttur.

Fulltrúarnir sem viku voru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir sem var formaður hópsins, Björg Bjarnadóttir og Ögmundur Jónasson.

Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa

Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)

Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)

Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)

Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)

Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)

Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)

Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)

Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)

Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)

Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)

Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...