Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 31. janúar 2017

Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að við endurskoðun á fulltrúum í samráðshópnum hafi sérstaklega verið horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Fulltrúum fjölgað um einn

Fulltrúum í hópnum er fjölgað úr tólf í þrettán. Umhverfisráðherra tilnefndir einn fulltrúa og Félag atvinnurekenda einn, til viðbótar þeim sem þegar voru skipaðir samkvæmt tilnefningu.

Skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði án tilnefningar hefur verið afturkölluð.  Í þeirra stað hefur ráðherra skipað Brynhildi Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismann og starfsmann Neytendasamtakanna og Svanfríði Jónasdóttur.

Fulltrúarnir sem viku voru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir sem var formaður hópsins, Björg Bjarnadóttir og Ögmundur Jónasson.

Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa

Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)

Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)

Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)

Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)

Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)

Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)

Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)

Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)

Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)

Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)

Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...