Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Breytt gjaldskrá RML
Fréttir 7. mars 2023

Breytt gjaldskrá RML

Höfundur: F.h. stjórnar, Björn Halldórsson

Á fundi stjórnar RML þann 31. janúar sl. var meðal annars til umræðu rekstur forrita sem nauðsynleg eru öllum bændum í landinu til að m.a. halda utan um bústofn sinn, ræktun og rekstur.

Meginástæða þessarar umræðu er sú að mörg undanfarin ár hafa forritin verið rekin með halla. Meðal afleiðinga af vanfjármögnun eru að eðlileg uppfærsla til nútímans hefur ekki átt sér stað, kerfin hafa ekki verið gerð notendavænni og möguleikar á samkeyrslu við jaðartæki svo fátt eitt sé nefnt. Flestöll sú þróunarvinna sem hefur átt
sér stað hefur verið styrkt sérstaklega eða tekin af framlögum RML.

Meginniðurstaða þessarar umræðu stjórnar var að það væri algerlega orðið tímabært að snúa þessari þróun við. Eina raunhæfa leiðin til þess er að forritin séu rekin þannig fjárhagslega að ekki þurfi að leggja þeim rekstri lið með fjárframlögum. Því var ákveðið að hækka notendagjöldin þannig að reksturinn sem slíkur yrði sjálfbær. Hækkunarþörfin er nokkuð misjöfn eftir því hvaða forrit er um að ræða.

Við þessa breytingu verður hægt að nota fjármagn sem áður fór í að niðurgreiða rekstur forritanna til að uppfæra þau og þróa þannig að þau þjóni hagsmunum landbúnaðarins og einstakra bænda betur. Að hægt verði að nýta upplýsingar úr skýrsluhaldinu m.a. við vinnu við loftslagsbókhald einstakra bænda með einföldum hætti og minnka vinnu við tvískráningar og þannig spara vinnu.

Stjórn RML er algerlega einhuga um að þessi stefnubreyting sé nauðsynleg þar sem augljóst er að í framtíðinni verða allar skráningar í búrekstrinum og þar með gagnasöfnun algerlega nauðsynlegar og ein af mikilvægustu grunnforendum þess að hægt verið t.d. að staðfesta sjálf- bærni einstakra búa og atvinnugreinarinnar sem heildar og að fyrir liggi staðfestar upplýsingar um loftslags- og umhverfisáhrif viðkomandi búa og landbúnaðarins í heild. Í framtíðinni verður landbúnaður ekki rekinn án þess að framangreind grundvallaratriði séu í lagi.

Bændur munu því sjá allnokkrar breytingar til hækkunar á gjaldskrám RML vegna notkunar á þessum forritum. Þess er jafnfram vænst að í nánustu framtíðinni komi vart til annarra hækkana en sem nemur því að fylgja verðlagi. Starfsmenn RML munu gera nokkra grein fyrir hvaða breytinga sé að vænta og e.t.v. einhverja forgangsröð sem unnið verður eftir.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...