Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Mynd / Hafró
Fréttir 1. september 2023

Breytt erfðasamsetning getur valdið hnignun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hefur blandast saman í nokkrum mæli.

Hafrannsóknastofnun gaf í júlí út skýrsluna Haf- og vatnarannsóknir, Erfðablöndun villts íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Niðurstöður hennar gefa allnokkra blöndun til kynna og meðal annars greindist erfðablöndun í 32% seiða í Breiðdalsá á Austurlandi.

Greind voru áhrif frá upphafsárum núverandi eldis, meðan framleiðslumagn var lítið, og eldri tilrauna í sjókvíaeldi. Niðurstöður sýna að erfðablöndun hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn. Greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, ný afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1% sýna innan 18% áa. Um eða yfir 2% laxa séu fyrstu kynslóðar blendingar.

Innan hættumarka segir Hafró

Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiði í 26 ám, 2,2% sýna innan 29% áa. Í skýrslunni segir að „erfðablöndun við eldislax getur breytt erfðasamsetningu villtra stofna, leitt af sér breytingar í lífsögulegum þáttum og jafnvel valdið hnignun stofna. Á Íslandi er sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna vaxandi atvinnugrein. Framleiðsla á eldislaxi hefur farið úr því að vera nánast engin árið 2010 upp í 43.000 tonn árið 2022. Samkvæmt núgildandi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar (áhættumat erfðablöndunar) er talið að hægt sé að ala 106.500 tonn af frjóum laxi án þess að það valdi neikvæðum áhrifum á nytjastofna villtra laxa.“

Erfðarannsóknir voru gerðar á laxaseiðasýnum úr 89 ám um allt land, með áherslu á nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýnanna var alls 6.348. Flest sýni tilheyrðu hrygningarárgöngum 2014-2018 þegar framleiðsla á eldislaxi var um 6.900 tonn að meðaltali.

Frekari rannsókna þörf

Samkvæmt skýrslunni voru fyrstu kynslóðar blendingar „algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum sem er í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna.

Erfðablöndun greindist yfirleitt í minna en 50 km fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar fundust í allt að 250 km fjarlægð. Aftur á móti var eldri erfðablöndun tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun var mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32% seiðanna.“

Segja skýrsluhöfundar þörf á frekari rannsóknum á kynslóðaskiptingu blendinga, umfangi og orsökum dreifingar eldri blöndunar.

Árið 2022 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi samkvæmt skráningu alls 43.184 laxar, um 4% yfir meðalveiði 1974-2021.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...