Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Mynd / Hafró
Fréttir 1. september 2023

Breytt erfðasamsetning getur valdið hnignun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hefur blandast saman í nokkrum mæli.

Hafrannsóknastofnun gaf í júlí út skýrsluna Haf- og vatnarannsóknir, Erfðablöndun villts íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Niðurstöður hennar gefa allnokkra blöndun til kynna og meðal annars greindist erfðablöndun í 32% seiða í Breiðdalsá á Austurlandi.

Greind voru áhrif frá upphafsárum núverandi eldis, meðan framleiðslumagn var lítið, og eldri tilrauna í sjókvíaeldi. Niðurstöður sýna að erfðablöndun hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn. Greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, ný afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1% sýna innan 18% áa. Um eða yfir 2% laxa séu fyrstu kynslóðar blendingar.

Innan hættumarka segir Hafró

Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiði í 26 ám, 2,2% sýna innan 29% áa. Í skýrslunni segir að „erfðablöndun við eldislax getur breytt erfðasamsetningu villtra stofna, leitt af sér breytingar í lífsögulegum þáttum og jafnvel valdið hnignun stofna. Á Íslandi er sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna vaxandi atvinnugrein. Framleiðsla á eldislaxi hefur farið úr því að vera nánast engin árið 2010 upp í 43.000 tonn árið 2022. Samkvæmt núgildandi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar (áhættumat erfðablöndunar) er talið að hægt sé að ala 106.500 tonn af frjóum laxi án þess að það valdi neikvæðum áhrifum á nytjastofna villtra laxa.“

Erfðarannsóknir voru gerðar á laxaseiðasýnum úr 89 ám um allt land, með áherslu á nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýnanna var alls 6.348. Flest sýni tilheyrðu hrygningarárgöngum 2014-2018 þegar framleiðsla á eldislaxi var um 6.900 tonn að meðaltali.

Frekari rannsókna þörf

Samkvæmt skýrslunni voru fyrstu kynslóðar blendingar „algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum sem er í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna.

Erfðablöndun greindist yfirleitt í minna en 50 km fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar fundust í allt að 250 km fjarlægð. Aftur á móti var eldri erfðablöndun tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun var mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32% seiðanna.“

Segja skýrsluhöfundar þörf á frekari rannsóknum á kynslóðaskiptingu blendinga, umfangi og orsökum dreifingar eldri blöndunar.

Árið 2022 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi samkvæmt skráningu alls 43.184 laxar, um 4% yfir meðalveiði 1974-2021.

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, ...