Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenskar vörur frá Vallanesi.
Íslenskar vörur frá Vallanesi.
Mynd / smh
Fréttir 20. apríl 2016

Breytingar á lögum um þjóðfánan samþykktar á Alþingi

Höfundur: smh

Breyting á lögum um þjóðfána Íslendinga var samþykkt á Alþingi í gær. Í grundvallaratriðum felast breytingarnar í því að ekki þarf sérstakt leyfi ráðuneytisins til að nota hinn almenna þjóðfána við markaðsetningu á vöru eða þjónustu.

Breytingar á þessum lögum hafa legið fyrir þinginu í um eitt ár og fóru í gegnum aðra umræðu þann 27. janúar síðastliðinn. Til stóð að afgreiða það svo 1. febrúar, en þá komst það reyndar aldrei á dagskrá. Ástæðan var síðbúnar athugasemdir frá Samtökum iðnaðarins við fyrirliggjandi frumvarp, þar sem lagt var til að girt yrði fyrir þann möguleika að hægt yrði villa um fyrir neytendum með því að merkja vörur framleiddar úr innfluttu landbúnaðarhráefni (til dæmis kjöti, mjólk og grænmeti) með íslenska fánanum. 

Í frumvarpinu, eins og það leit út fyrir 3. umræðu, voru undanþáguákvæði sem heimiluðu notkun á þjóðfánanum til að merkja vörur sem framleiddar hafa verið hér á landi í að minnsta kosti 30 ár undir íslensku vörumerki, jafnvel þótt úr innfluttu hráefni væru að stóru eða litlu leyti.  

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ákvað að taka tillit til þessara athugasemda og í nefndaráliti segir meðal annars:

„Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að þegar um er að ræða landbúnaðarhráefni, sem framleidd eru á Íslandi, geri neytendur í vaxandi mæli kröfu um að uppruna þeirra sé getið í merkingum. Þannig geti verið hætta á að neytendur muni álíta það villandi að vörur framleiddar úr innfluttum landbúnaðarhráefnum, t.d. kjöti, mjólk og grænmeti, beri íslenska fánann. Nefndin fellst á nauðsyn þess að bregðast við því og leggur til viðbótarákvæði sem felur í sér undanþágu, þ.e. að vara teljist ekki íslensk ef hún er framleidd úr innfluttu hráefni sem telst vera einkennandi hluti vörunnar og er eðlislíkt búvöru, þ.m.t. afurðir eldisfiska, sem er ræktuð hér á landi, vöru sem er framleidd hér á landi á garðyrkjubýli, gróðrarstöð eða garðyrkjustöð, eða nytjastofnum sjávar sem veiddir eru af íslenskum skipum innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi.


    Nefndin fellst einnig á sjónarmið um að gera þurfi greinarmun á vöru sem hönnuð er á Íslandi undir íslensku vörumerki eftir því hvort hún er framleidd hérlendis eða erlendis. Nefndin tekur undir að þótt hvort tveggja megi merkja með fánanum sé mjög mikilvægt að jafnframt komi ætíð fram í merkingu vöru í hvaða landi hún er framleidd. Nefndin telur að slíkt sé til þess fallið að veita neytendum eðlilegar upplýsingar um vöruna.


    Nefndin leggur einnig til að ráðherra verði falið að útfæra nánar í reglugerð hvað teljist nægileg aðvinnsla, hvað teljist einkennandi hluti vöru og eðlislíkt hráefni og skilgreiningu framleiðslulands.“

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...