Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breskt rúningströll með nýtt heimsmet
Líf&Starf 15. ágúst 2016

Breskt rúningströll með nýtt heimsmet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bóndi í Cornwall-skíri á Bretlands­eyjum hefur bætt heimsmetið í rúningi um tíu ær. Fyrra met, sem staðið hefur frá 2007, var 721 kind á tólf tímum en er nú 731 kind.

Keppnin felst í því að rýja sem flestar kindur á tólf klukkustundum frá klukkan fimm eftir miðnætti til klukkan fimm síðdegis á sama sólarhring.

Nýja metið, 731 kind, setti Matt Smith sem er breskur sauðfjárbóndi í Cornwall-skíri en fyrra met sem var sett árið 2007 átti Ástralinn Rodney Sutton.

Smith, sem er 32 ára og býr ásamt eiginkonu sinni með tæplega 1.400 fjár á ríflega 160 hektara jörð, er fyrsti maðurinn á norðurhveli til að reyna að fella fyrra met.

Keppni af þessu tagi er aftur á móti vinsæl í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

Æsispennandi keppni
Rúningstörn Smith fór vel af stað og var æsispennandi. Á fyrstu tveimur tímunum rúði hann 164 kindur. Eftir það tók hann sér klukkustundar hvíld en að henni lokinni rúði hann 142 kindur frá einum tíma og fjörutíu og fimm mínútum. Að lokinni hálftíma pásu rúði hann 142 kindur frá korter yfir tíu og fram að hádegi. Næsta törn stóð frá klukkan eitt eftir hádegi til korter í þrjú og á þeim tíma misstu 141 kind reifið. Í síðasta áfanga rúði hann 142 kindur. Samanlagt gera það 731 kind á tólf klukkustundum. Meðaltími Smith með hverja kind var 44 sekúndur.

Árs undirbúningur
Eftir að nýju heimsmeti var náð sagði Smith að sig hefði lengi langað til að reyna sig við gamla metið og hann hafi undirbúið sig í rúmt ár fyrir keppnina.

Fjórir aðrir keppendur reyndu sig við heimsmetið á sama tíma og geta þeir allir verið sáttir við árangurinn sem var á bilinu 702 til 721 kind.

Skylt efni: rúningur | Heimsmet

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...