Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bragð framtíðarinnar
Fréttir 19. febrúar 2015

Bragð framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur Nordic Sensory Workshop sem fjalla að mestu um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Matís  tekið þátt í undirbúningi þeirra.

Næsta ráðstefna verður haldin í Osló 11. og 12. maí nk. og ber hún yfirskriftina: Bragð framtíðarinnar (e. A Taste of the Future).

Helstu umfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni verða:
•Hvað vilja börnin borða? (e. Children and Food Preferences)
•Heilsusamleg matvæli sniðin að þörfum neytenda (e. Taylor made Healthy Foods)
•Stefnur í  nýnorrænni matargerð (e. Nordic Food Trends)

Gunnar Karl Gíslason veitingamaður á Dill Restaurant mun halda erindi um hvert ný norræn matargerð stefnir frá sjónarhóli kokksins. Gunnar gaf nýlega út matreiðslubókina North ásamt bandaríska rithöfundinum Jody Eddy. Þema bókarinnar er hin nýja norræna matargerð eins og hún birtist á Íslandi en Dill hefur einmitt verið einn fremsti boðberi þeirrar stefnu hér á landi.

Fólk í matvælaframleiðslu og aðrir sem áhuga hafa á þessu efni eru hvattir til að skrá þátttöku sína sem fyrst.  Nánari lýsing, skráning og dagskrá er á vefsíðu Nofima.

Skynmat og skynmatsrannsóknir hafa lengi verið mikilvæg sérsvið á Matís og hefur áherslan í vaxandi mæli beinst að neytendarannsóknum. Matís hefur tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum á þessu sviði og er þátttakandi í evrópskum samtökum European Sensory Network (ESN) sem fjalla um skynmat og neytendarannsóknir.

Skylt efni: Matur | ráðstefna

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...