Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hvammsvirkjun, skjáskot úr myndbandi
Hvammsvirkjun, skjáskot úr myndbandi
Fréttir 18. ágúst 2025

Bráðabirgðaheimild veitt

Höfundur: Þröstur Helgason

Í vikunni veitti Umhverfis- og orkustofnun Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.

Leyfið tekur til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar og gildir í sex mánuði frá útgáfu. Leyfðar undirbúningsframkvæmdir felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúðaog framkvæmdasvæðis, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Þessar framkvæmdir eru ekki í eða við vatnsfarveg og munu því hvorki hafa bein né óbein áhrif á vatnshlot, segir í tilkynningunni.

Landsvirkjun mun nú sækja um framkvæmdaleyfi til Rangárþings ytra svo hægt sé að halda áfram með þær undirbúningsframkvæmdir sem hafnar voru og áformað er að ljúki fyrir áramót í samræmi við áætlanir.

Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda og ábúenda jarða á bökkum Þjórsár og stöðvaði framkvæmdir við virkjunina í síðasta mánuði.

Landsvirkjun hefur þegar óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og um heimild til breytingar á vatnshloti.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...