Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hvammsvirkjun, skjáskot úr myndbandi
Hvammsvirkjun, skjáskot úr myndbandi
Fréttir 18. ágúst 2025

Bráðabirgðaheimild veitt

Höfundur: Þröstur Helgason

Í vikunni veitti Umhverfis- og orkustofnun Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.

Leyfið tekur til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar og gildir í sex mánuði frá útgáfu. Leyfðar undirbúningsframkvæmdir felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúðaog framkvæmdasvæðis, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Þessar framkvæmdir eru ekki í eða við vatnsfarveg og munu því hvorki hafa bein né óbein áhrif á vatnshlot, segir í tilkynningunni.

Landsvirkjun mun nú sækja um framkvæmdaleyfi til Rangárþings ytra svo hægt sé að halda áfram með þær undirbúningsframkvæmdir sem hafnar voru og áformað er að ljúki fyrir áramót í samræmi við áætlanir.

Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda og ábúenda jarða á bökkum Þjórsár og stöðvaði framkvæmdir við virkjunina í síðasta mánuði.

Landsvirkjun hefur þegar óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og um heimild til breytingar á vatnshloti.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...