Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi svefnheilsu starfsmanna. Ef fólk kemur illa sofið í vinnuna er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og slysahætta eykst. Að sama skapi veikir svefnleysi ónæmiskerfið og svefnlausir starfsmenn taka allt að 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel.

„Það er því ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir stjórnendur eru farnir að taka þennan þátt inn í almenna heilsueflingu starfsmanna og sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum upp á fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og meðferð fyrir þá sem komnir eru í vanda,“ segir Erla Björnsdóttir hjá Betri svefni.

Borgað fyrir svefninn

Fyrirtækið Klaki gerði nýlega skemmtilega tilraun með sínu starfsfólki þar sem starfsmönnum var greiddur bónus vikulega ef þeir sváfu nóg. Verkefnið hefur farið vel af stað og er starfsfólk að ná viðmiðum u.þ.b. aðra hverja viku að meðaltali. Starfsfólk lýsir áhrifum þannig að þreyta sé minni og að vart sé við aukna vellíðan. Miklar vonir eru bundnar við langtímaáhrif bættra svefnvenja hjá starfsfólki og hefur fyrirtækið því ákveðið að gera launaviðbæturnar varanlegar. Þá segir Erla að embætti ríkislögreglustjóra hafi einnig verið að vinna markvisst með svefnheilsu sinna starfsmanna en þar fengu allir starfsmenn fræðslu um svefn, skimað var fyrir svefnvanda meðal starfsmanna og þeim sem sváfu illa var boðin aðstoð til að bæta svefninn. Það vita það allir að álag í starfi hjá lögreglumönnum er mikið, vaktir oft óreglulegar og verkefni sem þeir fást við sem krefjast mikillar einbeitingar, snerpu og úthalds og því er sérstaklega mikilvægt að þeir sem sinna þessu starfi séu vel úthvíldir. Bæði þessi fyrirtæki hlutu í dag gæðastimpil frá fyrirtækinu Betri svefn um að vera svefnvottuð fyrirtæki. Þessi vottun staðfestir að stjórnendur hafa lagt sig fram um að fræða starfsfólk um svefn og bjóða uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...