Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árni Jóhannesson með fyrstu bleikjuna sína úr Hörgá þetta árið.
Árni Jóhannesson með fyrstu bleikjuna sína úr Hörgá þetta árið.
Í deiglunni 8. ágúst 2019

Bleikjan farin að gera vart við sig í Hörgá

Höfundur: Gunnar Bender
Þessa dagana er sjóbleikjan víða farin að gefa sig hjá veiðimönnum. Fátt er skemmtilegra en að veiða fallega bleikju og fá hana til að taka flugu sem maður hefur hnýtt í vetur.
 
Í næstu blöðum munum við skoða nokkur skemmtileg bleikjusvæði  og  við byrjum á Hörgá í Hörgárdal. Þar er bleikjan byrjuð að gefa sig þessa dagana.
 
Hörgá er ein af stærstu perlum sjóbleikjuveiðinnar og er vinsæl norðan heiða. Hún er vatnsmikil og oftast er smá litur á henni. Veiðisvæðin eru sex og veitt á tvær stangir á hverju svæði. Margir bregða sér í Bægisárhylinn þar sem bleikjan safnast fyrir áður en hún heldur ferð sinni áfram upp Öxnadalinn. Aðrir bregða sér á svæði 4 b í Hörgárdalnum þar sem áin er vatnsminni og minna lituð, sérstaklega þegar komið er upp fyrir Barkána, eina af þverám Hörgár sem kemur úr Barkárjökli. Svo eru þeir sem velja að arka eyrarnar á svæði 3 og 4 a og uppgötva nýja veiðistaði ár hvert en áin breytir sér talsvert á þessu svæði milli ára. 
 
Það er leyfilegt að veiða á allt agn í Hörgánni og enginn kvóti er á afla. Hins vegar treystum við veiðimönnum okkar til þess að ganga gætilega um stofninn og sleppa stærstu bleikjunni ef hún er ósærð. Bleikjustofninn hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Bleikjuveiði í Hörgá hefur þó verið heldur upp á við síðastliðin tvö ár og vonum við að hann haldi áfram að rétta úr kútnum.
 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...