Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Fréttir 14. mars 2018

Bjöllur á undanhaldi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samhliða því að trjátegundum í Evrópu fækkar dregur það úr líffræðilegri fjölbreytni í álfunni. Nýjar rannsóknir sýna að pöddum af öllu tagi hefur einnig fækkað. Ekki síst bjöllum sem lifa á trjám.

Ýmsum kann að þykja það kostur að pöddum og skorkvikindum fækki í nærumhverfi sínu en slíkt er verulega vanhugsað. Pöddur af öllu tagi eru nauðsynlegar til að frjóvga plöntur, ekki síst ávaxtatré, og pöddurnar eru nauðsynleg fæða fugla og lítilla spendýra.

Bjöllum fækkar

Bjöllur geta verið skaðræðis­kvikindi og valdið verulegum búsifjum á ökrum og í skógrækt og viðarvinnslu. Talning á bjöllum í Evrópu sýnir að þeim hefur fækkað gríðarlega og eru þær taldar til þeirra pöddutegunda sem fækkar hraðast. Á þetta sérstaklega við svokallaðar barkarbjöllur sem lifa á eða undir berki lifandi trjáa.

Bjöllufriðunarsinnar segja að allt að 18% trjábjöllutegunda í Evrópu séu í alvarlegri útrýmingarhættu. Samkvæmt greiningum eru bjöllutegundir í Evrópu hátt í 29 þúsund og um fjögur þúsund þeirra lifa á gömlum og rotnandi trjám.

Staða bjöllunnar er ekki viðkvæm fyrir þær sakir að margar þeirra eru sérhæfðar þegar kemur að kjörlendi. Sumar halda sig við ákveðnar trjátegundir, á ákveðnum svæðum og meira að segja trjátegundum á ákveðnum aldri, ekki síst eldri tré. Vegna þess er ekki nóg að huga eingöngu að friðun bjöllunnar því svo að slíkt sé mögulegt þarf að friða tré og skóga.

Samhengi náttúrunnar

Skógaeyðing og einhæf útplöntun trjátegunda fyrir eldri blandaða skóga er því ekki einungis slæmt fyrir tré heldur alla lífkeðjuna og rífur hið dásamlega samhengi alls í náttúrunni. 

Skylt efni: Umhverfismál | Evrópa | bjöllur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...