Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Fréttir 14. mars 2018

Bjöllur á undanhaldi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samhliða því að trjátegundum í Evrópu fækkar dregur það úr líffræðilegri fjölbreytni í álfunni. Nýjar rannsóknir sýna að pöddum af öllu tagi hefur einnig fækkað. Ekki síst bjöllum sem lifa á trjám.

Ýmsum kann að þykja það kostur að pöddum og skorkvikindum fækki í nærumhverfi sínu en slíkt er verulega vanhugsað. Pöddur af öllu tagi eru nauðsynlegar til að frjóvga plöntur, ekki síst ávaxtatré, og pöddurnar eru nauðsynleg fæða fugla og lítilla spendýra.

Bjöllum fækkar

Bjöllur geta verið skaðræðis­kvikindi og valdið verulegum búsifjum á ökrum og í skógrækt og viðarvinnslu. Talning á bjöllum í Evrópu sýnir að þeim hefur fækkað gríðarlega og eru þær taldar til þeirra pöddutegunda sem fækkar hraðast. Á þetta sérstaklega við svokallaðar barkarbjöllur sem lifa á eða undir berki lifandi trjáa.

Bjöllufriðunarsinnar segja að allt að 18% trjábjöllutegunda í Evrópu séu í alvarlegri útrýmingarhættu. Samkvæmt greiningum eru bjöllutegundir í Evrópu hátt í 29 þúsund og um fjögur þúsund þeirra lifa á gömlum og rotnandi trjám.

Staða bjöllunnar er ekki viðkvæm fyrir þær sakir að margar þeirra eru sérhæfðar þegar kemur að kjörlendi. Sumar halda sig við ákveðnar trjátegundir, á ákveðnum svæðum og meira að segja trjátegundum á ákveðnum aldri, ekki síst eldri tré. Vegna þess er ekki nóg að huga eingöngu að friðun bjöllunnar því svo að slíkt sé mögulegt þarf að friða tré og skóga.

Samhengi náttúrunnar

Skógaeyðing og einhæf útplöntun trjátegunda fyrir eldri blandaða skóga er því ekki einungis slæmt fyrir tré heldur alla lífkeðjuna og rífur hið dásamlega samhengi alls í náttúrunni. 

Skylt efni: Umhverfismál | Evrópa | bjöllur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...