Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna
Mynd / Bbl
Fréttir 18. febrúar 2021

Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna.

Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021.  Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upplýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins.

Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna.  

Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins.

Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið:  kma@bondi.is.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...