Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna
Mynd / Bbl
Fréttir 18. febrúar 2021

Bjóða félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Bændasamtök Íslands í samstarfi við Byggðastofnun og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bjóða nú félagsmönnum aukinn stuðning við mótun þróunar- og nýsköpunarverkefna og ráðgjöf vegna umsókna.

Um er að ræða reynsluverkefni sem stendur til 1. júní 2021.  Félagsmönnum býðst viðtal við ráðgjafa þar sem boðin er aðstoð við að móta og lýsa verkefnishugmynd í stuttu ágripi. Í framhaldinu fær viðkomandi félagsmaður upplýsingar um með hvaða hætti væri unnt að fá áframhaldandi stuðning við útfærslu og framkvæmd verkefnisins.

Miðað er við að hver félagsmaður fái tvær vinnustundir án endurgjalds vegna þessa. Horft verði til verkefna sem verða sem mest í höndum bænda og tengjast rekstri og afurðum viðkomandi með beinum hætti. Ekki verður að þessu sinni horft til verkefna sem ætluð eru til hagnýtingar fyrir búgreinar eða landsvæði í heild, né fræðilegra rannsókna.  

Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands eru bundnir trúnaði um þau verkefni sem félagsmenn vinna að undir merkjum verkefnisins.

Vert er að hvetja áhugasama að hafa samband og panta viðtal við ráðgjafa í síma 563 0300 eða senda tölvupóst á netfangið:  kma@bondi.is.

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi
Fréttir 5. mars 2021

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi

Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrv...

MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur vegna brota gegn samkeppnislögum
Fréttir 5. mars 2021

MS ehf. gert að greiða samtals 480.000.000 krónur vegna brota gegn samkeppnislögum

MS ehf. talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams ko...

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar
Fréttir 5. mars 2021

Viðbrögð MS við niðurstöðu Hæstaréttar

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlk...

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB
Fréttir 4. mars 2021

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB

Frá árinu 2012 til 2019 var 46% aukning í landsvæði í löndum Evrópusambandsins s...

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars...

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni
Fréttir 4. mars 2021

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni

Síðasta sumar var undirritað samkomulag á milli Landsvirkjunar, Sambands sunnlen...

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára
Fréttir 3. mars 2021

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára

Ár hvert halda búgreinafélög í Austur-Húnavatnssýslu sam­eigin­lega árshátíð fyr...

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhve...