Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birgir H. Arason.
Birgir H. Arason.
Fréttir 12. apríl 2021

Birgir nýr formaður BSE

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Birgir H. Arason, bóndi í Gull­brekku í Eyjafjarðarsveit, var kosinn formaður Búnaðar­sambands Eyjafjarðar á aðalfundi sambandsins nýverið.

Hann tekur við af Gunnhildi Gylfadóttur á Steindyrum í Svarfaðardal sem gegnt hefur stöðinni undanfarin ár.

Birgir tók á fundinum við verðlaunum fyrir stigahæsta lambhrút af svæði BSE í haust, sem var lamb nr. 66 sem hlotið hefur nafni Varmi.

Samþykkt var að veita stjórn heimild til að vinna að sameiningu Búnaðar­sambands Eyjafjarðar, Búnaðar­sambands S-Þingeyinga og Búnaðarsambands N-Þingeyinga.

Sameiningartillögur verða kynntar félagsmönnum bornar upp til samþykktar eða synjunar á löglega auglýstum aðalfundi.
Fram kemur í tillögu aðalfundar að hugmyndir félagsmálanefndar BÍ snúist um að stækka og efla félagslegar einingar og að þær verði 6 á landinu. Ein þeirra verði byggð upp í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

„Sameinuð búnaðarsambönd á svæðinu geti myndað sterka félagslega heild sem verði grunnur í félagskerfi bænda á svæðinu,“ segir í tillögunni.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...