Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birgir H. Arason.
Birgir H. Arason.
Fréttir 12. apríl 2021

Birgir nýr formaður BSE

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Birgir H. Arason, bóndi í Gull­brekku í Eyjafjarðarsveit, var kosinn formaður Búnaðar­sambands Eyjafjarðar á aðalfundi sambandsins nýverið.

Hann tekur við af Gunnhildi Gylfadóttur á Steindyrum í Svarfaðardal sem gegnt hefur stöðinni undanfarin ár.

Birgir tók á fundinum við verðlaunum fyrir stigahæsta lambhrút af svæði BSE í haust, sem var lamb nr. 66 sem hlotið hefur nafni Varmi.

Samþykkt var að veita stjórn heimild til að vinna að sameiningu Búnaðar­sambands Eyjafjarðar, Búnaðar­sambands S-Þingeyinga og Búnaðarsambands N-Þingeyinga.

Sameiningartillögur verða kynntar félagsmönnum bornar upp til samþykktar eða synjunar á löglega auglýstum aðalfundi.
Fram kemur í tillögu aðalfundar að hugmyndir félagsmálanefndar BÍ snúist um að stækka og efla félagslegar einingar og að þær verði 6 á landinu. Ein þeirra verði byggð upp í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

„Sameinuð búnaðarsambönd á svæðinu geti myndað sterka félagslega heild sem verði grunnur í félagskerfi bænda á svæðinu,“ segir í tillögunni.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.