Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Það sýna gögn Mælaborðs landbúnaðarins, þar sem fram kemur að einungis rúm 215 tonn voru í birgðum í upphafi sláturtíðar.

Það er samdráttur um 58,6 prósent miðað við árið í fyrra, þegar rúm 390 tonn kindakjöts voru í birgðum. Á sama tíma árið 2021 voru birgðir rúm 764 tonn.

Samkvæmt skilum sauðfjárbænda á haustskýrslum stefnir í að ásetningur dragist saman um 2,5-3 prósent miðað við síðasta ár.

„Staðan á skilum er nú um 85 prósent, þannig að ekki eru komnar lokatölur. Það virðist hins vegar hægja á fækkun fjár í landinu en ekki hefur tekist að snúa stöðunni nægilega við til að stöðva fækkunina.

Þar sem endanlegar tölur liggja ekki fyrir er erfitt að spá fyrir um fækkun dilka næsta haust en leiða má líkum að 12-15 þúsund dilka fækkun,“ segir Einar Kári Magnússon hjá Matvælastofnun. Hann bætir því við að frestur til skila á haustskýrslum hafi verið til 20. nóvember en hann verði væntanlega framlengdur til 1. desember.

Um 28 þúsund færri lömbum var slátrað í síðustu sláturtíð og þar á undan fækkaði sláturlömbum um 19 þúsund á milli ára.

Fallþungi þessa árs var rúmum 600 grömmum meiri en á síðasta ári sem vegur aðeins upp á móti fækkun sláturlamba, hvað varðar kjötframleiðslumagn. Samdráttur í framleiðslu er þó metinn um 200 tonn úr síðustu sláturtíð.

Skylt efni: kindakjötsbirgðir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...