Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Það sýna gögn Mælaborðs landbúnaðarins, þar sem fram kemur að einungis rúm 215 tonn voru í birgðum í upphafi sláturtíðar.

Það er samdráttur um 58,6 prósent miðað við árið í fyrra, þegar rúm 390 tonn kindakjöts voru í birgðum. Á sama tíma árið 2021 voru birgðir rúm 764 tonn.

Samkvæmt skilum sauðfjárbænda á haustskýrslum stefnir í að ásetningur dragist saman um 2,5-3 prósent miðað við síðasta ár.

„Staðan á skilum er nú um 85 prósent, þannig að ekki eru komnar lokatölur. Það virðist hins vegar hægja á fækkun fjár í landinu en ekki hefur tekist að snúa stöðunni nægilega við til að stöðva fækkunina.

Þar sem endanlegar tölur liggja ekki fyrir er erfitt að spá fyrir um fækkun dilka næsta haust en leiða má líkum að 12-15 þúsund dilka fækkun,“ segir Einar Kári Magnússon hjá Matvælastofnun. Hann bætir því við að frestur til skila á haustskýrslum hafi verið til 20. nóvember en hann verði væntanlega framlengdur til 1. desember.

Um 28 þúsund færri lömbum var slátrað í síðustu sláturtíð og þar á undan fækkaði sláturlömbum um 19 þúsund á milli ára.

Fallþungi þessa árs var rúmum 600 grömmum meiri en á síðasta ári sem vegur aðeins upp á móti fækkun sláturlamba, hvað varðar kjötframleiðslumagn. Samdráttur í framleiðslu er þó metinn um 200 tonn úr síðustu sláturtíð.

Skylt efni: kindakjötsbirgðir

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...