Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Það sýna gögn Mælaborðs landbúnaðarins, þar sem fram kemur að einungis rúm 215 tonn voru í birgðum í upphafi sláturtíðar.

Það er samdráttur um 58,6 prósent miðað við árið í fyrra, þegar rúm 390 tonn kindakjöts voru í birgðum. Á sama tíma árið 2021 voru birgðir rúm 764 tonn.

Samkvæmt skilum sauðfjárbænda á haustskýrslum stefnir í að ásetningur dragist saman um 2,5-3 prósent miðað við síðasta ár.

„Staðan á skilum er nú um 85 prósent, þannig að ekki eru komnar lokatölur. Það virðist hins vegar hægja á fækkun fjár í landinu en ekki hefur tekist að snúa stöðunni nægilega við til að stöðva fækkunina.

Þar sem endanlegar tölur liggja ekki fyrir er erfitt að spá fyrir um fækkun dilka næsta haust en leiða má líkum að 12-15 þúsund dilka fækkun,“ segir Einar Kári Magnússon hjá Matvælastofnun. Hann bætir því við að frestur til skila á haustskýrslum hafi verið til 20. nóvember en hann verði væntanlega framlengdur til 1. desember.

Um 28 þúsund færri lömbum var slátrað í síðustu sláturtíð og þar á undan fækkaði sláturlömbum um 19 þúsund á milli ára.

Fallþungi þessa árs var rúmum 600 grömmum meiri en á síðasta ári sem vegur aðeins upp á móti fækkun sláturlamba, hvað varðar kjötframleiðslumagn. Samdráttur í framleiðslu er þó metinn um 200 tonn úr síðustu sláturtíð.

Skylt efni: kindakjötsbirgðir

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...