Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið.
Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið.
Mynd / Áslaug Helgadóttir
Fréttir 11. febrúar 2021

Biobú ætlar að framleiða lífrænt vottað nautakjöt

Höfundur: smh

Biobú, sem hefur sérhæft sig í vinnslu á lífrænt vottuðum mjólkurafurðum, stefnir á framleiðslu á lífrænt vottuðu nautakjöti. Ef allt gengur upp, varðandi umsóknarferlið um vottun fyrir nautakjötið, standa vonir til að kjötið verði komið í verslanir í mars.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að kjötið verði markaðssett undir merkjum Biobú sem hingað til hefur eingöngu framleitt mjólkurvörur frá bæjunum Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Austur-Landeyjum. „Eigendur Biobú fóru í stefnubreytingu á síðasta ári og var til dæmis merkinu breytt í þeim tilgangi að útvíkka vöruframboðið,“ segir Helgi Rafn.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú nýlega gert samning við sláturhúsið um að þjónusta slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi. Helgi segir að sláturhúsið muni sjá um slátrun og fullvinnslu á kjötinu sem kemur frá bæjunum.

Hið nýja merki BioBú.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...