Aðgerða er þörf svo framþróun megi verða
Fyrir ári síðan gaf matvælaráðuneytið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Af inngangi hennar sést að ekki var vanþörf á slíkri áætlun, en þar segir að Ísland hafi dregist aftur úr nágrannalöndunum á þessu sviði. Bæði sé hlutfall landbúnaðarlands með lífræna vottun mun lægra hér en í nálægum löndum og flest bendi til að mark...



