Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Góð beit einkennist af háu innihaldi próteins og lágu trénisinnihaldi (NDF), þetta þýðir að nýtanleg orka er há og fóðrið lystugt.
Góð beit einkennist af háu innihaldi próteins og lágu trénisinnihaldi (NDF), þetta þýðir að nýtanleg orka er há og fóðrið lystugt.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Á faglegum nótum 29. maí 2017

Beit er góð – 2

Höfundur: Berglind Ósk Óðinsdóttir, Eiríkur Loftsson,, Elin Nolsöe Grethardsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson
Aðstæður til beitar eru mismunandi og því hentar ekki sama skipulag öllum. 
 
Mikilvægt er að hugsa beitina sem hluta af heildar-fóðrunar skipulagi búsins og finna þann takt sem hentar hverjum og einum, hvort sem beitin er stór eða lítill hluti af framleiðsluferlinu.
 
Innihald grass til beitar
 
Góð beit einkennist af háu innihaldi próteins og lágu trénisinnihaldi (NDF), þetta þýðir að nýtanleg orka er há og fóðrið lystugt. Fóður með lágu trénisgildi ögrar vambarumhverfinu, aukið flæði er úr vömbinni sem leiðir til slakari fóðurnýtingar. 
 
Mikilvægt er að tryggja gripum á beit góðu aðgengi að verkuðu heyi og viðeigandi kjarnfóðri, til að halda vambastarfseminni í jafnvægi. Velja gróffóður sem hentar hverju sinni á móti beitinni, ólíklegt er að sama gróffóður henti á öllum tímum sumarsins. 
 
Annars vegar erum við að beita á ungt kraftmikið gras í upphafi beitartímabilsins og svo fer næringargildið lækkandi eftir því sem plönturnar þroskast en með góðu skipulagi er hægt að halda beitinni kröftugri stærstan hluta sumarsins.
 
Þroski grass og áburður hafa mest áhrif á næringargildi þess á beitinni, en jarðvegurinn, plöntusamsetning og veðrið hafa einnig mjög mikið að segja um næringargildi beitarinnar. Almennt er grænfóður orku-, prótein- og steinefnaríkt, en það er fljótt að spretta úr sér og vel sprottnir hafrar eru próteinsnauðir.
 
Plöntuval
 
Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Lystugar grastegundir eru til dæmis vallarrýgresi, vallarfoxgras, hávingull og vallarsveifgras, en kýr velja gjarnan tegundir eins og hvítsmára ef hann er í túninu. 
 
Til þess að fá góða beit þegar líður á sumarið og fram á haustið er nauðsynlegt að hafa grænfóður sem stærsta hluta beitarinnar. Fljótsprottnar tegundir, eins og sumarrýgresi, bygg, sumarhafrar og vetrarrýgresi, má rækta til beitar snemma sumars, gott er að sá því eins snemma og færi gefst. Byrja má að beita grænfóður þegar það hefur náð 10–20 cm hæð. Þessar tegundir, sem voru nefndar, geta verið komnar í þessa hæð 40–60 dögum eftir sáningu. Sumarrepja þarf aðeins lengri tíma. Sumarrepju, bygg og hafra þarf að randbeita – passa að byrja ekki of seint því þessar tegundir eru fljótar að spretta úr sér.
 
Rýgresistegundirnar gefa góðan endurvöxt. Til þess að hafa alltaf í boði úrvals beit á rýgresi má slá það þegar sprettan er orðin of mikil og nýta endurvöxtinn til beitar. Endurvöxtur fer þó eftir veðri og úrkomu. Það er öruggara að nota vetrarrýgresið því sumarrýgresið sprettur hratt úr sér.
 
Vetrarrepjan er sú grænfóður­tegund sem hentar best til beitar síðla sumars og á haustin. Vetrarrepju sem er sáð í byrjun maí má jafnvel byrja að beita í júlí í 15–20 cm hæð eða snemma í ágúst í 20–30 cm hæð.
Mikilvægt er að kýr sem eiga að mjólka vel og er beitt á vetrarrepju hafi einnig aðgang að túni til beitar og fá gróffóður. Ekki er ráðlegt að vetrarrepjan sé meira en þriðjungur af gróffóðrinu síðsumar og minnki rólega við innistöðuna.
 
Það sem mestu ræður þó, þegar kemur að því að velja heppilegustu plönturnar, er veðrið og aðstæður hvers og eins.
 
Ábendingar:
  • Hafa alltaf gott aðgengi að gróffóðri til að jafna vambarumhverfið allt beitartímabilið 
  • Velja kjarnfóður sem hentar hverju sinni 
  • Beit á snemmsprottið grænfóður, sem ekki gefur endurvöxt, er dýr
  • Best að slá frumvöxt rýgresis þegar uppskera er orðin ásættanleg, beita svo endurvöxtinn, hann getur verið orðinn nýtanlegur tveimur vikum eftir slátt. Vegna þess að endurvöxtur rýgresis nýtist illa til beitar ef beitt hefur verið á frumvöxtinn og endurvöxtur rýgresis er mestur ef frumvöxturinn er sleginn.
Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr.
 
Höfundar greinar:
Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur í fóðrun
Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt
Elin Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt
Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur í bútækni og aðbúnaði
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...