Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Fréttir 31. janúar 2017

Beingreiðslur í sauðfjárrækt ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að vegna nýrra búvörusamninga og í samræmi við reglugerð um stuðning í sauðfjárrækt eigi að gera árs­áætlun um heildargreiðslur fyrir 15. febrúar.

Fyrsta greiðsla á að fara fram í febrúar en í reglugerðinni kemur ekki fram nákvæmlega hvenær.
Vakin er athygli á því að fyrstu greiðslur til sauðfjárbænda eru áætlaðar um miðjan febrúar samkvæmt nýjum búvörusamningi og í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 sem var birt á síðustu dögum nýliðins árs. Matvælastofnun gerir ársáætlun um heildargreiðslur til framleiðenda fyrir 15. febrúar eins og áður segir. Um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringargreiðslur, greiðslur fyrir ullarnýtingu og svæðisbundinn stuðning. Beingreiðslur í sauðfjárrækt eru hluti ársáætlunarinnar og því var gert ráð fyrir að þær yrðu ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar eins og verið hefur.

Jón Baldur segir hins vegar að í ljósi þess að það kæmi sér illa fyrir bændur að fá ekki neina greiðslu í byrjun febrúar, þá sé unnið að því að greiða beingreiðslur til sauðfjárbænda strax í byrjun febrúar.
Það yrði þá fyrirframgreiðsla, sem síðan verði hluti af ársáætluninni yfir allar stuðningsgreiðslur. 
 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun