Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Fréttir 31. janúar 2017

Beingreiðslur í sauðfjárrækt ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að vegna nýrra búvörusamninga og í samræmi við reglugerð um stuðning í sauðfjárrækt eigi að gera árs­áætlun um heildargreiðslur fyrir 15. febrúar.

Fyrsta greiðsla á að fara fram í febrúar en í reglugerðinni kemur ekki fram nákvæmlega hvenær.
Vakin er athygli á því að fyrstu greiðslur til sauðfjárbænda eru áætlaðar um miðjan febrúar samkvæmt nýjum búvörusamningi og í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 sem var birt á síðustu dögum nýliðins árs. Matvælastofnun gerir ársáætlun um heildargreiðslur til framleiðenda fyrir 15. febrúar eins og áður segir. Um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringargreiðslur, greiðslur fyrir ullarnýtingu og svæðisbundinn stuðning. Beingreiðslur í sauðfjárrækt eru hluti ársáætlunarinnar og því var gert ráð fyrir að þær yrðu ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar eins og verið hefur.

Jón Baldur segir hins vegar að í ljósi þess að það kæmi sér illa fyrir bændur að fá ekki neina greiðslu í byrjun febrúar, þá sé unnið að því að greiða beingreiðslur til sauðfjárbænda strax í byrjun febrúar.
Það yrði þá fyrirframgreiðsla, sem síðan verði hluti af ársáætluninni yfir allar stuðningsgreiðslur. 
 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...