Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Fréttir 31. janúar 2017

Beingreiðslur í sauðfjárrækt ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að vegna nýrra búvörusamninga og í samræmi við reglugerð um stuðning í sauðfjárrækt eigi að gera árs­áætlun um heildargreiðslur fyrir 15. febrúar.

Fyrsta greiðsla á að fara fram í febrúar en í reglugerðinni kemur ekki fram nákvæmlega hvenær.
Vakin er athygli á því að fyrstu greiðslur til sauðfjárbænda eru áætlaðar um miðjan febrúar samkvæmt nýjum búvörusamningi og í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 sem var birt á síðustu dögum nýliðins árs. Matvælastofnun gerir ársáætlun um heildargreiðslur til framleiðenda fyrir 15. febrúar eins og áður segir. Um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringargreiðslur, greiðslur fyrir ullarnýtingu og svæðisbundinn stuðning. Beingreiðslur í sauðfjárrækt eru hluti ársáætlunarinnar og því var gert ráð fyrir að þær yrðu ekki lengur greiddar fyrsta virkan dag í febrúar eins og verið hefur.

Jón Baldur segir hins vegar að í ljósi þess að það kæmi sér illa fyrir bændur að fá ekki neina greiðslu í byrjun febrúar, þá sé unnið að því að greiða beingreiðslur til sauðfjárbænda strax í byrjun febrúar.
Það yrði þá fyrirframgreiðsla, sem síðan verði hluti af ársáætluninni yfir allar stuðningsgreiðslur. 
 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...