Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Beingreiðslur í garðyrkju
Fréttir 2. júlí 2015

Beingreiðslur í garðyrkju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samþykkt hefur verið nýtt beingreiðsluverð á gúrkur, papriku og tómata.


Samkvæmt reglugerð nr. 1178/2014 með síðari breytingu, um beingreiðslur í garðyrkju skulu Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, endurskoða spár um framleiðslumagn ársins fyrir 1. júlí 2015 og á grundvelli þess gera tillögur til framkvæmdanefndar búvörusamninga um breytingar á fyrirframgreiðslu á selda einingu.

Framkvæmdanefndin hefur samþykkt eftirfarandi einingaverð samkvæmt framleiðsluspá Búnaðarstofu:

Greidd eru 88% af samþykktu einingaverði frá og með 1. júlí að telja.

Framlög til  jarðræktar og hreinsunar affallsskurða

Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2015. Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1100/2014 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015,  og reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, í VIÐAUKA II og III, um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur um framkvæmt úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Á Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir.


Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið.

Búnaðarstofa verður lokuð vegna sumarleyfa frá 20. júlí til og með 7. ágúst nk.

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...