Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Beingreiðslur í garðyrkju
Fréttir 2. júlí 2015

Beingreiðslur í garðyrkju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samþykkt hefur verið nýtt beingreiðsluverð á gúrkur, papriku og tómata.


Samkvæmt reglugerð nr. 1178/2014 með síðari breytingu, um beingreiðslur í garðyrkju skulu Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, endurskoða spár um framleiðslumagn ársins fyrir 1. júlí 2015 og á grundvelli þess gera tillögur til framkvæmdanefndar búvörusamninga um breytingar á fyrirframgreiðslu á selda einingu.

Framkvæmdanefndin hefur samþykkt eftirfarandi einingaverð samkvæmt framleiðsluspá Búnaðarstofu:

Greidd eru 88% af samþykktu einingaverði frá og með 1. júlí að telja.

Framlög til  jarðræktar og hreinsunar affallsskurða

Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2015. Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1100/2014 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015,  og reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, í VIÐAUKA II og III, um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur um framkvæmt úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Á Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir.


Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið.

Búnaðarstofa verður lokuð vegna sumarleyfa frá 20. júlí til og með 7. ágúst nk.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...