Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælaráðuneytið telur ekki tilefni til þess að leggja tímabundið bann á innflutning á stofnútsæði og hafnar því beiðni Bændasamtaka Íslands, sem telur að slíkur innflutningur geti ógnað íslenskri kartöfluræktun.
Matvælaráðuneytið telur ekki tilefni til þess að leggja tímabundið bann á innflutning á stofnútsæði og hafnar því beiðni Bændasamtaka Íslands, sem telur að slíkur innflutningur geti ógnað íslenskri kartöfluræktun.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. mars 2024

Beiðni hafnað um innflutningsbann

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni Bændasamtaka Íslands (BÍ) um eins árs bann við innflutningi á stofnútsæði fyrir kartöfluræktun á Íslandi.

Ástæðan fyrir beiðninni var sú að talið er að íslenskri kartöfluræktun stafi ógn af erlendum kartöfluyrkjum vegna nýrra og skæðra myglustofna sem nýlega hafa komið upp í Evrópu.

Bann leysir ekki vandann

Í bréfi ráðuneytisins til BÍ segir að í umsögn Matvælastofnunar komi fram að samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland hafi gengist undir um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna sé kveðið á um að ekki megi gera kröfur til viðskiptalanda aðrar en þær sem móttökuríkið sjálft getið staðið við. Matvælastofnun bendir einnig á að tiltekinn myglustofn sé kominn til að vera í Evrópu og bann í eitt innflutningstímabil leysi ekki vandann til framtíðar heldur þurfi að huga að því að efla innlenda vefjaræktun og innflutning frá öðrum löndum þar sem sé að finna yrki sem henti í ræktun hér á landi.

Matvælastofnun bendir einnig á að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafi miðlað upplýsingum til bænda um ástandið og því ættu þeir að vera meðvitaðir um stöðuna. Í reglugerð um aðgerðir til að varna útbreiðslu plöntusjúkdóma komi fram að ræktunar- og framleiðslustöðvar garðyrkjuafurða skuli viðhafa sóttvarnir til að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma. Ræktendur beri ávallt ábyrgð á sínum ræktunaraðferðum og hreinlætismálum. Í ljósi þess að þeir séu upplýstir um stöðu mála væri það meðvituð ákvörðun að velja að flytja inn frá áhættusvæði. Að mati Matvælastofnunar mætti beina tilmælum til ræktenda og innflytjenda kartöfluútsæðis að vanda innflutninginn. Bent er á að upplýsa þurfi almenning um stöðu mála, sem ekki hafi sama aðgang að varnarefnum og þekki líklega ekki eins vel kartöflumyglu í sjón og fagfólk.

Því metur Matvælastofnun beiðnina um bannið sem svo að það væri líklegt til að fresta einungis vandanum.

Bændur háðir innflutningi

Ráðuneytið leitaði einnig álits hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og þar kom fram að nokkrir bændur telja sig ekki geta verið án innflutts kartöfluútsæðis fyrir næsta ræktunartímabil og verði því fyrir tjóni ef til banns komi. Ráðgjafi mælti ekki með tímabundnu banni þar sem það myndi ekki leysa vandann til lengri tíma.

Með hliðsjón af þessum tillögum sérfræðinga telur ráðuneytið ekki tilefni til þess að leggja á tímabundið bann. Í stað þess óskar það eftir því að BÍ brýni fyrir innflytjendum og ræktendum hver staðan sé og áréttað sé að ábyrgðin liggi hjá þeim.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda, á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Mynd / smh
Samstaða í Eyjafirði og Hornafirði

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að verið sé að opna fyrir að fá inn ný mygluafbrigði í kartöflurækt á Íslandi, sem hafi betra þol gegn varnarefnum. „Þetta gæti leitt til mun meiri varnarefnanotkunar sem mun jafnvel ekki duga til. Þannig er möguleiki að þetta leiði til mikils kostnaðar hjá kartöflubændum og uppskerutjóns.

Góðu fréttirnar eru þær að kartöflubændur í Eyjafirði og Hornafirði hafa tekið sig saman og munu ekki taka inn erlent kartöfluútsæði.

Þessi svæði hafa verið myglufrí og einnig fer fram stofnútsæðisræktun á þessum svæðum og því afar mikilvægt að samstaða hafi náðst um að verja svæðin,“ segir Axel.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...