Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Fréttir 6. apríl 2018

BASF kaupir matjurtafræja- og efnaframleiðsludeild Bayer

Höfundur: Vilmundur Hansen
BASF, sem er þriðja stærsta fyrirtæki í heimi, þegar kemur að erfðabreytingu og framleiðslu á efnum sem notuð eru til matvælaframleiðslu, eykur hlut sinn í sölu matjurtafræja. 
 
BASF hefur fest kaup á matjurtafræja- og efna­framleiðsludeild Bayer, sem er í hópi fimm stærstu fyrirtækja í heimi í framleiðslu og sölu á matjurtafræjum og efnum sem notuð eru í landbúnaði. Frædeild Bayer, sem kallast Numhems, starfar við framleiðslu og sölu á matjurtafræjum á alþjóðamarkaði og er metin á 1,85 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 184 milljörðum íslenskra króna. BASF hefur áður yfirtekið annars konar fræframleiðslu Bayer. 
 
Sagt er að BASF hafi greitt sjö milljarða Bandaríkjadala, tæpa 700 milljarða íslenska, í reiðufé fyrir matjurtafræjahluta- og landbúnaðarefnaframleiðslu Bayer. 
 
Með kaupunum fylgja meðal annars fræ yrki kálplantna sem seld eru í Bandaríkjunum og Evrópu og mikið notuð til framleiðslu á kanólaolíu, fræ plantna til bómullarframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu og soja í Bandaríkjunum. 
 
Ástæða sölunnar er kaup Bayer á efnaframleiðslu- og fræsölufyrirtækinu Monsanto. Kaupverð Monsanto er 63,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 6.337 milljarðar íslenskra króna. 
 
Þess má geta í þessu sambandi að ekki er langt síðan DowDuPont og ChemChina yfirtóku Syngenta. Allt eru þetta ríkjandi fyrirtæki á markaði sem framleiða og selja fræ og efni til matvælaframleiðslu, auk þess sem þau eru ríkjandi þegar kemur að rannsóknum og sölu á erfðabreytum fræjum.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...