Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Ræktun á plöntum til fræframleiðslu er að mestu vélvædd.
Fréttir 6. apríl 2018

BASF kaupir matjurtafræja- og efnaframleiðsludeild Bayer

Höfundur: Vilmundur Hansen
BASF, sem er þriðja stærsta fyrirtæki í heimi, þegar kemur að erfðabreytingu og framleiðslu á efnum sem notuð eru til matvælaframleiðslu, eykur hlut sinn í sölu matjurtafræja. 
 
BASF hefur fest kaup á matjurtafræja- og efna­framleiðsludeild Bayer, sem er í hópi fimm stærstu fyrirtækja í heimi í framleiðslu og sölu á matjurtafræjum og efnum sem notuð eru í landbúnaði. Frædeild Bayer, sem kallast Numhems, starfar við framleiðslu og sölu á matjurtafræjum á alþjóðamarkaði og er metin á 1,85 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 184 milljörðum íslenskra króna. BASF hefur áður yfirtekið annars konar fræframleiðslu Bayer. 
 
Sagt er að BASF hafi greitt sjö milljarða Bandaríkjadala, tæpa 700 milljarða íslenska, í reiðufé fyrir matjurtafræjahluta- og landbúnaðarefnaframleiðslu Bayer. 
 
Með kaupunum fylgja meðal annars fræ yrki kálplantna sem seld eru í Bandaríkjunum og Evrópu og mikið notuð til framleiðslu á kanólaolíu, fræ plantna til bómullarframleiðslu í Bandaríkjunum og Evrópu og soja í Bandaríkjunum. 
 
Ástæða sölunnar er kaup Bayer á efnaframleiðslu- og fræsölufyrirtækinu Monsanto. Kaupverð Monsanto er 63,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 6.337 milljarðar íslenskra króna. 
 
Þess má geta í þessu sambandi að ekki er langt síðan DowDuPont og ChemChina yfirtóku Syngenta. Allt eru þetta ríkjandi fyrirtæki á markaði sem framleiða og selja fræ og efni til matvælaframleiðslu, auk þess sem þau eru ríkjandi þegar kemur að rannsóknum og sölu á erfðabreytum fræjum.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...