Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pólskir bændur og stuðningsmenn mótmæltu ofríki ESB og þrömmuðu undir merkjum samstöðu að forsætisráðuneytinu í Varsjá.
Pólskir bændur og stuðningsmenn mótmæltu ofríki ESB og þrömmuðu undir merkjum samstöðu að forsætisráðuneytinu í Varsjá.
Mynd / Joanna Bojczewska / Land Workers Alliance
Fréttir 23. mars 2015

Bannað að selja þjóðlegan pólskan mat beint frá býli

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Pólskir bændur skoruðu í fyrri viku á forsætisráðherra Póllands að taka upp hanskann til stuðnings pólskum bændum sem höfðu mótmælt í heila viku fyrir utan höll forsætisráðherra í Varsjá. 
 
Áskorunin var send 25. febrúar síðastliðinn og ástæða hennar er að vegna ofurstrangra reglugerða ESB fái pólskir bændur ekki lengur að selja heimaunnar þjóðlegar afurðir sínar (beint frá býli).  Þjóðlegir réttir Pólverja séu nú orðnir ólöglegir samkvæmt skilgreiningum Evrópusambandsins. Til að leggja áherslu á áskorunina sendu bændur ráðherranum körfu fulla af „ólöglegum“ pólskum mat. 
 
Greint var frá þessu á vefsíðu Bandalags landbúnaðarverka­manna í Bretlandi (Land Workers Alliance). Þar kom m.a. fram að um 6.000 bændur af fjölskyldubúum vítt og breitt um Pólland þrömmuðu inn í Varsjá í byrjun febrúar og lögðu undir sig svæði fyrir utan forsætisráðuneytið. Þar héldu þeir til í meira en viku til að mótmæla reglugerðaofríki ESB. Stuðningsmenn bændanna komu með gæðavörur beint frá býli á markað sem starfræktur var á svæðinu og kallaður „Green City“.
 
Bændurnir nutu mikils stuðnings í aðgerðum sínum m.a. frá kolanámumönnum, samtökum býflugnaræktenda og hjúkrunarkvenna sem voru jafnframt í verkfalli. 
 
Þá mótmæltu bændur á að minnsta kosti 50 stöðum vítt og breitt um Pólland og lokuðu meðal annars hraðbraut 2 inni í Varsjá með 150 dráttarvélum. 
 
Reynt að gera baráttu bænda tortryggilega
 
Allt hefur verið reynt til að koma í veg fyrir umfjöllun fjölmiðla af málinu og reynt að afvegaleiða hana á þann hátt að kröfur bændanna snerust um allt annað mál. Meðal annars var reynt að beina umræðunni í þann farveg að málið snerist um óánægju bænda með ágang villtra svína. Ekki þarf að fjölyrða um að fréttir af þessum viðburði, frekar en mörgum öðrum á svipuðum nótum í vetur, m.a. í Frakklandi, hafa ekki þótt tilefni til umfjöllunar í íslenskum miðlum.  
 
„Já við alvörufæðu frá bóndabæjum“
 
Pólskir bændur sem mótmæltu fyrir framan ráðuneytið létu þó engan bilbug á sér finna og voru þar undir merkjum samstöðu og borðum sem á stóð „No to GMO“, „No to land grabs“ og YES to real farm foods“, sem útleggja má  sem; „Nei við erfðabreyttum mat“, „Nei við landráni“ og „Já við alvörufæðu frá bóndabæjum“. 
 
Mótmæli við landráninu eru ekki að ástæðulausu því frá og með næsta ári mun erlendum fyrirtækjum og einstaklingum vera heimilt samkvæmt lögum ESB að kaupa allt það land sem þeim sýnist í Póllandi. Þá er með lögum ESB verið að gera pólskum bændum ókleift að keppa við stórframleiðendur þar sem óheimilt verður að selja beint frá býli hefðbundnar óunnar matvörur. Þá vilja bændurnir að bann verði lagt við ræktun, þróun og sölu erfðabreyttra lífvera í Póllandi. 
 
Sögðu bændur að með þessum mótmælum væri í raun verið að draga síðustu víglínuna í baráttunni gegn samsæri fyrirtækja- og stjórnvalda um að  yfirtaka pólskan landbúnað. Slík stefna muni einungis leiða til eyðileggingar á sjálfbærni fæðukeðjunnar og möguleikum bænda til að framfleyta sér. 

8 myndir:

Skylt efni: beint frá býli | Pólland

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...