Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Mynd / HKr
Fréttir 9. september 2021

Bann við sölu loðskinna andstætt fríverslunarsamningi við Bretland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum.

Slíkt bann gæti að mati Íslands brotið í bága við grundvallarreglur um viðskiptafrelsi og gildandi viðskiptasamninga.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Daily Telegraph bauð ráðuneyti umhverfis-, matvæla- og dreifbýlismála í Bretlandi (Defra) utanaðkomandi aðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðu um mögulegt innflutningsbann á loðdýraafurðir snemmsumars.

Áður hafði verið greint frá því að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherra Bretlands og yfirlýstur dýraverndunarsinni, og Goldsmith lávarður, ráðherra dýraverndunarmála á Bretlandseyjum, berðust fyrir slíku banni.

Samskipti Íslands og Defra

Samkvæmt upplýsingum frá utan­ríkis­ráðuneytinu brugðust íslensk stjórnvöld við málaleitan breska umhverfisráðuneytisins og komu á framfæri almennum sjónarmiðum Íslands í málinu. Þar var bent á að ef innflutningsbann væri lagt á væri það andstætt þeim markmiðum sem lagt væri upp með í nýgerðum fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands. Afstaða Íslands byggist á grundvallarreglu um viðskiptafrelsi og efni gildandi viðskiptasamninga, það er að ríki ættu frekar að skoða aðrar leiðir til að ná fram markmiðum sínum áður en gripið er til innflutningsbanns.

Í erindi sem utanríkisráðuneytið sendi til breska umhverfisráðuneytisins og Telegraph hefur undir höndum segir að ráðuneytið vilji koma því á framfæri að Ísland myndi mótmæla ráðstöfunum sem hamla viðskiptum og koma til framkvæmda án fullnægjandi rökstuðnings.
Í bréfinu kemur fram að bann við sölu loðdýraskinna kunni einnig að brjóta í bága við reglur

Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þær reglur setja aðildarríkjum stofnunarinnar þröngar skorður þegar kemur að því að banna innflutning á lögmætum framleiðsluvörum.

Kanada fylgist með

Í Telegraph segir að yfirvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau munu fylgjast grannt með þróun á sölu loðdýraskinna á Bretlandseyjum og sagt að þau telji ekki að bann á sölu þeirra sé besta leiðin til að bæta velferð loðdýra. Ábendingin frá Kanada kemur á sama tíma og þjóðirnar eiga í samningaviðræðum um viðskipti upp á um 20 milljarða punda á ári.

Skaðar samskipti við viðskiptalönd

Frank Zilberkweit, formaður bresku loðdýrasamtakanna, segir einnig í Telegraph að samtökin hafi lengi varað við að bann á sölu loðdýraskinna mundi skaða samskipti Breta við náin viðskiptalönd sín. Þar á meðal Bandaríkin, Kanada, fjölda landa í Evrópu og þar á meðal Ísland.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...