Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Mynd / HKr
Fréttir 9. september 2021

Bann við sölu loðskinna andstætt fríverslunarsamningi við Bretland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum.

Slíkt bann gæti að mati Íslands brotið í bága við grundvallarreglur um viðskiptafrelsi og gildandi viðskiptasamninga.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Daily Telegraph bauð ráðuneyti umhverfis-, matvæla- og dreifbýlismála í Bretlandi (Defra) utanaðkomandi aðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðu um mögulegt innflutningsbann á loðdýraafurðir snemmsumars.

Áður hafði verið greint frá því að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherra Bretlands og yfirlýstur dýraverndunarsinni, og Goldsmith lávarður, ráðherra dýraverndunarmála á Bretlandseyjum, berðust fyrir slíku banni.

Samskipti Íslands og Defra

Samkvæmt upplýsingum frá utan­ríkis­ráðuneytinu brugðust íslensk stjórnvöld við málaleitan breska umhverfisráðuneytisins og komu á framfæri almennum sjónarmiðum Íslands í málinu. Þar var bent á að ef innflutningsbann væri lagt á væri það andstætt þeim markmiðum sem lagt væri upp með í nýgerðum fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands. Afstaða Íslands byggist á grundvallarreglu um viðskiptafrelsi og efni gildandi viðskiptasamninga, það er að ríki ættu frekar að skoða aðrar leiðir til að ná fram markmiðum sínum áður en gripið er til innflutningsbanns.

Í erindi sem utanríkisráðuneytið sendi til breska umhverfisráðuneytisins og Telegraph hefur undir höndum segir að ráðuneytið vilji koma því á framfæri að Ísland myndi mótmæla ráðstöfunum sem hamla viðskiptum og koma til framkvæmda án fullnægjandi rökstuðnings.
Í bréfinu kemur fram að bann við sölu loðdýraskinna kunni einnig að brjóta í bága við reglur

Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þær reglur setja aðildarríkjum stofnunarinnar þröngar skorður þegar kemur að því að banna innflutning á lögmætum framleiðsluvörum.

Kanada fylgist með

Í Telegraph segir að yfirvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau munu fylgjast grannt með þróun á sölu loðdýraskinna á Bretlandseyjum og sagt að þau telji ekki að bann á sölu þeirra sé besta leiðin til að bæta velferð loðdýra. Ábendingin frá Kanada kemur á sama tíma og þjóðirnar eiga í samningaviðræðum um viðskipti upp á um 20 milljarða punda á ári.

Skaðar samskipti við viðskiptalönd

Frank Zilberkweit, formaður bresku loðdýrasamtakanna, segir einnig í Telegraph að samtökin hafi lengi varað við að bann á sölu loðdýraskinna mundi skaða samskipti Breta við náin viðskiptalönd sín. Þar á meðal Bandaríkin, Kanada, fjölda landa í Evrópu og þar á meðal Ísland.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...